Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 12
104 LÆKNABLAÐli) náð hafa fermingar aldri og þar yfir, Það röntgen-einkenni, sem mikilsverðast er, er hið svokall- aða Roessler’s symptom, og sést þannig, að neðri brún rifjanna aftan til og laterált, er eins og nöguð að útliti eða dældótt. Þessar breytingar sjást þó mjög sjaldan á tveimur efstu og tveimur neðstu rifjum. Eins og áður er getið, koma þessar rifjabreytingar fram við, að hinar geysilega víkkuðu rifja- slagæðar naga (usurera) rif- in neðanfrá. Þetta sést ekki ör- ugglega fyrr en eftir 14 ára aldur,, Til þess að greina vansköp- un þessa á sem öruggastan hátt, er auðveldasta leiðin að notfæra sér angiocardiografi, sem er í því fólgin að sprautað er inn í vena mediana cubiti miklu magni af kontrast-efni, sem svo streymir sína leið gegnum hjartað, og er þá hægt að sjá þrengslin í aorta á rönt- genmyndinni. Gross er t. d. ó- ánægður með árangurinn af þessari aðferð, Segir hann að kontrastefnið sé oft orðið of þunnt, þ. e. a. s, of blandað blóði þegar það kemst niður í aorta,. Hann fær miklu betri árangur af að sprauta því gegnum katheter, sem lagt er inn í arteria axillaris sinistra, niður í arteria subclavia og inn í aorta. Þá verður koncentra- tionin skiljanlega miklu meiri. Differential diagnosis: Til greina koma hyperten- sion og aðrir þeir sjúkdómar, sem valda víkkun á arcus aortae. Hypertensio arterialis er strax fallin úr sögunni sé lé- leg eða ekki finnanleg pulsa- tion í arteria femoralis, og sama gildir um rheumatiskan morbus cordis 1 aorta-lokun- um„ Aneurysma arcus aortae getur valdið pulsation við bringubeinið ofantil, en þar sést einnig að larynx kippist niður á við við hverja systolu (Oliver-Cardarellis symptom). Þetta sést aldrei við coarctatio aortae. Einnig er hér hin lélega pulsation í arteria femoralis til aðgreiningar. Dánarorsakir: Hypertensionin á efri hluta líkamans er á einn eða annan hátt aðal dauðaorsökin,. Um er að ræða: Hjarta-insufficiens, ruptur á aorta ascendens >eða heila-arterium, aneurysma dissecans aortae og subacut sýkla-endocarditis. Hafa sumir (Hamilton og Abbott 1928) fundið hjarta- insufficiens í 75% tilfellanna. Reifenstein, Levine, og Gross (1947) fundu meðal 104 krufn- inga á coarctatio aortae eftir- farandi dánarorsakir: Ca Va (22%) dóu úr sýkla- endocarditis og aortitis.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.