Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 8
100 LÆKNABLAÐIÍ) Við krufningar sínar fundu Reifenstein, Levine og Gross, að lA hluti þessara sjúklinga höfðu orðið langlífir. Höfðu sumir engin en aðrir lítil ein- kenni um sjúkdóm sinn. Það er því ástæða til að vera vel á verði, og greina vanskapnað þennan í sjúklingunum sem yngstum„ Segja sumir (Shapiro 1948), að öll líkindi séu til þess, að dánartalan fari niður í 1%, eins og hún er nú við aðgerð á ductus arteriosus persistens, ef til aðgerðarinnar séu valdir sjúklingar á aldrinum 10 til 20 ára, Ekki má þó gleyma því, að hér er um að ræða mjög erfiða aðgerð, bæði fyrir sjúkling og lækni. Sjúkdómsgreining. Kvilli þessi er 4—5 sinnum tíðari í körlum en konum. — Abbott fann t. d. þennan galla í 4 körlum móti einni konu, Ástæðan til þessa er ókunn, en bent hefir verið á, að drengir með coarctatio aortea séu bráðþroska, en þessi vansköp- un finnist ekki í eðlilega þrosk- uðum stúlkum, heldur þeim, sem hafa hormon-truflanir, og þá sérlega vanþroska ovaria. Af almennum einkennum má geta, að sumir kvarta um svita á höfði, hálsi og hand- leggjum, sumir um höfuðverk og hitabylgjur til höfuðs. Aft- ur á móti er dofi og kuldi á fót- um tíð einkenni, og sár gróa þar illa, sökum lélegrar blóð- rásar. AÖ útliti eru sjúklingar þess- ir eðlilegir, og venjan er, að drengir og karlmenn eru vel þroskaðir, nema um fleiri en þennan meðfædda hjartagalla sé að ræða. Cyanosis og klumpsneglur sjást ekki, enda fyrirfinnst ekki nein sú blóð- rásartruflun, sem valdið getur blöndun á venu- og arteriu- blóði„ Ekkert ber heldur á dyspnoe, nema hjá þeim, sem langt eru leiddir af sjúkdómn- um. Það sem beinir athyglinni að diagnosis á coarctatio aortea við fyrstu skoðun á sjúkling, er hœkkaður blóðþrýstingur á liandleggjum, en lœgri á fót- um. Þetta getur hver læknir fundið með venjulegum blóð- þrýstingsmælingum, sem framkvæmdar eru þá bæði á handleggjum og fótum. Áður en blóðþrýstingur er mældur, er þó hægt að greina þetta ástand með því, að þreifa eftir púlsinum bæði á. handleggjum og fótum og finna mismuninn, hinn sterka og kröftuga púls á handleggjunum en veikan og stundum vart finnanlegan á fótunum. Það á því að vera föst regla, við rannsókn á sjúklingum með hypertensio arterialis, sér í lagi sé um ungt fólk að ræða, að palpera álltaf arteria fem- oralis, poplitea, dorsalis pedis

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.