Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 9
L Æ KNaBLAÐIÐ 101 og tibialis posterior. Sé þar um veikan æðaslátt að ræða, á að mæla blóðþrýsting á fótum, og sé hann lægri en við mæling á handleggjum, er full ástæða til að rannsaka sjúklinginn vegna coarctatio aortae, og senda hann til röntgenrann- sóknar á hjarta,, Undir venjulegum kringum- stæðum er blóðþrýstingur 20— 30 mm. hærri á fótum en á handleggjum, en við þrengsli 1 aorta er blóðþrýstingur til muna lægri á fótum en hand- leggjum. Hjá fólki með coarct- atio aortae, sem komið er yfir tvítugt, er hámarks-blóðþrýst- ingurinn oft um 180—200 og stundum nokkuð yfir það, en lágmarks-blóðþrýstingui' tíð- ast frá 100 til 140. Oft eru sjúklingar með aðeins lítið hækkaðan blóðþrýsting á handleggjum, en þá er venju- lega um yngri aldursflokka að ræða Samkvæmt Taussig er alltaf töluverður mismunur á systoliskum blóðþrýsting á handleggjum og fótum í þess- um sjúklingum, sem sé mun hærri á handleggjum, en stund um getur diastolu þrýstingur- inn verið mjög líkur eða eins á báðum þessum stöðum. Aftur á móti er stundum engin puls- ation finnanleg á fótum, né mælanleg tension þar. Oi'sök hins háa blóðþrýstings 1 þess- um sjúklingum er af mörgum talin „partiel renal ischemia“, en því valda þrengslin í aorta og þar af leiðandi hægur blóð- straumur og léleg tension í nýrna-arterium. Oft finnst mismunur á styrk- leik radialispúlsins, þannig að sá hægi’i er sterkari.. Skýring á þessu hefir fundizt við krufn- ingu, þar eð aorta-þrengslin hafa þá gripið yfir á arteria subclavia sinistra. Gefur þetta ástæðu til, hvenær sem finnst greinilegur mismunur á hægri og vinstri radialispúls, að palp- era þá alltaf arteria femoralis. með coarctatio aortae í huga. Einnig finnst stundum við nánari athugun, að hin veika pulsation í arteria femoralis kemur mun seinna en pulsa- tionin í arteria radialis, sem er gagnstætt því, sem á sér stað undir venjulegum kringum- stæðum, Bendir þetta á, að blóðið þarf að fara ýmsar krókaleiðir til að komast nið- ur í arteria femoralis. Gross (1949) bendir á, að í hraustum manni stigi blóð- þrýstingurinn 20—40 mm. við meðal-áreynslu, en í sjúkling með coarctatio aortae sé blóð- þrýstingshækkunin við erfiði oft 100—150 mm. frá því sem mælist í hvíld. Eins og áður er getið, mynd- ast við þennan sjúkdóm mikil collateral circulation. Á full- orðnum finnast greinileg merki þess, en ekki alltaf, þeg- ar um börn er að ræða. Þessir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.