Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 20
112 LÆKNABLAÐIÐ máls, hlutu allir að hlusta, sökum rökvísi hans og skarp- legra ályktana. í vinahóp viö' skál var hann hverjum manni skemmtilegri, eldfljótur til svars, hnyttinn og smástríðinn Pétur var seintekinn, en all- ir nánir samstarfsmenn urðu vinir hans. Tveir þessara manna hafa ritað prýðilegar minningargreinar um hann, þeir próf. Jóhann Sæmunds- son í Morgunbl. 11/11 ’49 og Torben Andersen yfirlæknir í Ugeskrift for Læger, 17/11. ’49, en hjá þeim síðarnefnda starfaði Pétur í rúmlega 2 ár sem 1„ aðstoðarlæknir við Amtcehítralsygehuset i Hille- röd. Hann sagði mér, að Pétur hefði verið að öllu leyti bezti maður, sem starfað hefði hjá sér, enda valinn úr hópi 30—40 umsækjenda. Ég get ekki stillt mig um að taka hér upp smákafla úr grein yfirlæknisins, því betur verður Pétri ekki lýst. Kaflinn hljóðar svo: ,,Pétur Magnússon var ud- rusted med meget store evner. Han var sjældent godt begavet med en udpræget kritisk sans, ikke alene overfor, hvad han tilegnede sig af viden, men og- sá, og ikke mindst, overfor sig selv, hvilket utvivlsomt virkede hæmmende pá den videnskabe- lige produktion, som han iöv- rigt skulle have sá store forud- sætninger for. I betragtning af hans relativt korte uddannel- sestid var han i besiddelse af en meget stor faglig viden, en vi- den, som han med utrættelig flid uddybede ved udnyttelse af en misundelsesværdig læse- evne, og megel fá danske læger var derfor hans jævnbyrdige i exakte faglige kundskaber. . .“ Haustið 1947 tók hann að kenna sjúkdóms þess, er varð honum að aldurtila, og í jan- úar 1948 lagðist hann rúm- fastur, komst þó á fætur eftir 4 mánuði, og tók um haustið við starfi deildarlæknis við lyfjadeild Landsspítalans sem fyrr segir. Þar var hann á sín- um rétta stað. Sem spítala- læknir gat hann bezt notið sinnar frábæru skarpskyggni og kunnáttu. í þessari stöðu vann hann ótrúlega mikið og vel, þrátt fyrir að sjúkdómur hans ágerðist., Hann stóð með- an stætt var. Sjúkdómur hans var kvalafullur og langvinnur, en þar sýndi Péur sömu karl- mennsku sem ætíð fyrr. Aldrei heyrðum við æðruorð eða von- leysi. Hann lifði og dó sem karl menni., Með honum missti læknastéttin einn sinna beztu manna. Kristbjörn Tryggvason. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.