Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 105 Ca (4 (23%) dóu skyndilega úr aortaruptur,, Ca (4 (28%) dóu í status hypertensivus. Ca y4 (26%) höfðu lítil eöa engin einkenni frá sjúkdómi sínum og urðu margir þeirra langlífir, en ekki er getið nán- ari dánarorsaka í þessum flokki. Meðferð: Þar ber fyrst að minnast skurð-meöferðarinnar. Er hún í því fólgin, að brjóstholið er opnað frá baki, farið inn að aorta, þrengslastaðurinn skor- inn burtu, og því næst er aorta saumuð saman „end to end“„ Á fullorðnu fólki, þar sem kom- in er töluverð arteriosclerosis í aorta, eða þar sem þrengslin eru óvenju löng, getur verið ó- kleift að framkvæma „end to end“ sutur. Hefir þá verið reynt að gjöra anastomosis milli arteria carotis eða arteria sub- elavia sinistra og aorta des- cendens. Hefir þessi síðast nefnda aðgerð verið fram- kvæmd af þó nokkrum amer- iskum hjarta-kirurgum, en eft- ir því sem ég hefi séð í lækna- ritum, eru menn sammála um, að hún gjöri lítið gagn. Líkindi eru því á, að hætt verði við hana Aftur á móti er mjög ánægjulegt að heyra, að Gross (1949) hefir tekizt að nota aortastykki úr líki við opera- tion á 7 ára barni, með coarct- tatio aortae. Vantaði 5 centi- metra á að hægt væri að ná endunum á aorta saman vinstra megin, og inn í það bil var skeytt aorta-stykkinu, en aorta þessi úr líkinu hafði ver- ið geymd á sérstakan hátt í einn mánuð. Sjúklingnum leið vel þegar Gross skrifaði grein- ina. Hvað viðkemur lyflæknis- meðferð þessara sjúklinga, ber að vara þá við allri skyndi- áreynslu af ótta við ruptur á heilaæðum eða aortaruptur, og ráða þeim til að leita sér þeirra starfa, þar sem þeir þurfa ekki að beita líkamlegu afli„ Um lyfjameðferð er ekki að ræða, fyrr en bera fer á einkennum um hjarta-insufficiens, sem þá er meðhöndlaður eftir venju- legri aðferð með cardiaca. Eigin tilfelli. 1. tilfelli. Maður 22 ára. Anamnesis: Foreldrar hraustir. 7 systkini, öll hraust. Hraustur sem barn. Gat hlaupið eins hratt og leikfélagarnir og þoldi vel áreynslu í æsku. Ekki fengið liðagigt, skar- latssótt, difteri né angina tonsil- laris. Um fermingaraldur fékk hann mislinga og upp úr þeim lungnabólgu. Fyrir 4—5 árum fékk sjúklingur mikið og langvinnt kvef, þar á eftir varð hann mæðinn og fékk hjart- slátt við áreynslu. Síðan hefir hann alltaf verið mjög kvefsækinn á vetrum. Mæðin og hjartsláttarköst- in hafa ágerzt með árunum. Fær nú t.d. þessi einkenni við að ganga „Bakarabrekkuna“ eða taka þung- an hlut upp. Fær stöku sinnum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.