Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.09.1950, Blaðsíða 14
106 LÆKNABLAÐIÐ sting í hjartastað, en aldrei eigin- lega angina pectoris. Þolir vel að liggja lágt í rúminu. Aldrei feng- ið bjúg á fætur. Undanfarið unn- ið við búðarstörf. 1947 lá hann á spítala röskan mánuð. Hann segist alltaf verið kaldur á fótum og fótleggjum, en vel heitt á höndum, handleggjum og höfði. Svitnar á höfði og handleggjum við áreynslu. Hefir tekið aftir að sár gróa ver á fótum en á hönd- um. Objektiv skoðun: Horaður, per- visinn, fölleitur, cyanotiskur blær á vörum. Við hreyfingar sést, að varacyanosis eykst og þá kemur cyanosa á kinnar, auk þess verður hann mæddur. Psykiskt virðist hann eðlilegur. Höfuð: Eðlilegt, nema greinileg pulsation sést í arteria temporatis, báðum megin. Augu: Hreyfingar eðlilegar. Ljós- op eru jafnvíð, kringlótt, regera fyrir ljósi og accomodation. Fauces, tunga: Eðlileg. Tennur góðar. Háls: Engar eitlastækkanir. Glandula thyroidea finnst ekki. Óvenju mikil pulsation í arteria carotis báðum megin á hálsi. Thorax: Við palpation finnst pulsation í arteriae intercostales á brjósti og baki ofantil báðum meg- in (Icb. II—IV á brjósti, og Icb. I —VII á baki. Lateralt, einnig i regio interscapularis. Steth. cordis: + Voussure. Ictus sést útbreiddur í 5. og 6. rifjabili v. magan, allt út í miðja axilla -=- fre- missement. Takmörk: Costa 3 á miðju sternum og rétt við fremri axillar-línu. Töluverð pulsation í epigastrium. Action er regluleg 96, jöfn púlsinum. Við apex heyrist veikt systolisk-diastolisk óhljóð, en yfir costa 5, rétt vinstra megin við sternum, heyrist stutt, sagandi, hvasst systolu-óhljóð með accentu- ation á 2. tón. Ekki heyrist óhljóð yfir aorta-stað og þar er dálítil accentuation á 2. tón. Engin pro- jektion á óhljóði út í hálsæðarnar. Steth. pulmonum: Engar deyfur, en ronchi heyrast hér og hvar á brjósti og baki báðum megin. Abdomen: Eðlilegt að finna. Extr. superiores: Eðlileg. Allir re- flexar eðlilegir. Extr. inferiores: Mjög grannir, kaldir viðkomu, reflexar allir eðli- legir. -r- Babinski. Engin pulsation finnanleg í arteria dorsalis pedis og arteria tilbialis post. báðum megin. Mjög veik pulsation í arteria femoralis og arteria popli- tea báðum megin. Rannsóknir: Blóðþrýstingur 165/ 85 (eins á báðum handleggjum'. Blóðþrýstingur á femur 135, sá dia- stoliski ómælanlegur. Eftir á- reynslu hækkar tension á hand- leggjum fljótlega upp í 210/150. Þvag: -r APS. Augnrannsókn: Opthalmoscopia eðlileg. Blóðstatus. Hb. 114%. Erythrocytar 4,79 mill. Ind. col. 1,06. Sökk: 5 mm. Diff. tala eðlileg. Hvit blk. 7720. Electro- cardiogram: Óvenju stór útslög í 1. og 2. leiðslu. S—T er lækkað í 1. leiðslu T í 1 og 2. leiðslu ekki, mjög negativt. Röntgenmynd af hjarta: Hjarta- stærðin er stórkostlega aukin. Volumen index er 980 cm“ per m/ Hjartað er stækkað til beggja hliða, sérlega þó til vinstri, og er apex lyftur. Æðaskugginn er áberandi mjór, og enginn sýnilegur vottur af aorta-boganum, en rétt neðan við venjulegan stað hans, sést nokkur inndráttur. Myndir tekn- ar í vinstri og hægri skástöðu staðfesta mikla stækkun á hjart- anu til beggja hliða, en veita ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.