Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 6
50 LÆKNABLAÐIÍ) alltaf varhugaverður. Skrásetn- ingarvenjur o. 11. ræður þar ol'l miklu um. Enda sést, þeg- ar nánar er að gáð, að nokkur hluti af mismuninum stafar af. mismunandi skrásetn- ingarvenjum hér og í Dan- niörku. A umræddú tímabili eru hér taldir 72 dánir úr krabba i lifur og gallvegum, lífhimnu og öðrum ótilgreindum líffærum í kviðarholi. Þetta verða 0,6% af öllum dauðsföllum úr illkynja sjúkdómum. 1 Danmörku eru 1978 eða 4,3% taldir dánir úr krabba í mjógirni, þörmum án nánari tilgreiningar, lifur primert og án tilgreiningar, liengi, lífhimnu og öðrum ótil- greindum líffærum kviðarhols. Þó þetta skýrði ekki allan mismuninn gæti fleira komið til greina. Þegar þcss vegna 95 eru taldir dánir úr krabbameini í þörmum á 0 árum eða því sem næst 10 á ári, er þetta lágmarkstala. Sennilega eru þeir allmiklu fleiri eða 20—25 á ári, því hér verður einnig að taka tillit til fólks- fjölgunar og hækkandi meðal- aldurs á undanförnum árum. Það vekur einnig athygli, að skv. dönsku krabhameinsskrán- um finnst krabbamein í svo til sama fjölda í ristli og enda- þarmi í Danmörku, en skv. ís- lenzku dánarskýrslunum er krabbi í ristli hér á landi talinn hartnær 3 sinnum tíðari en krabbi í endaþami. Af hverju þessi mismunur stafar, verður ekki sagt með fullri vissu. Nokk- urri ónákvæmni getur það þó valdið, að þótt ristill teljisl hyrja við genus recto-romanum ca 15 cm. frá anus, eru engin glögg anatomisk takmörk. Þótt það sé í l'lestum tilfellum engum vafa undirorpið hvar sjúkdóm- urinn skuli teljast, geta þó vafa- tilfellin orkað æði mikið á lilut- fallið. Enn skal þess getið, að af 101 sjúkling, sem vistaðir voru hér í 3 sjúkrahúsum á 10 ára tímabilinu 1942—51, og ég mun nánar tala um síðar, voru 35 með krabhamein í endþarmi en 66 í ristli, og verður því hlut- fallið þar liðlega 1 á móti 2. Flestir sem ritað hafa um þessa hluti telja krabbamein í körlum allmiklu tíðara en i konum. Hlutfallið er venjulega talið 2 á móti 1. Skv. dönsku krabbameinsskránni er þessi munur þó ekki ýkja mikill. 3700 karlar, 3183 konur. Af 101 sjúklingi hér voru 58 konur, 43 karlar. Sjúkdómurinn er talinn byrja fyrr í konum. Algengasti aldur þeirra er talinn 40—60 ára. Hjá körlum 60—80 ára. Hér eru hlutfallslega fleiri konur en karlar yfir sextugt. Þótt krabbi í þessu líffæri sé algengastur í miðaldra og gömlu fólki, er hann þó ekki sjaldgæfur í ungu fólki. Um 8% er undir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.