Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.11.1952, Page 8

Læknablaðið - 01.11.1952, Page 8
væri að gert. Ég skoðaði mann þennan með nokkru millibili og varð einkis vísari, þar til í okt- óber 1951, þá var kominn sams- konar polyp aftur, en nú 23 cm. uppi. Hvort þetta hefur verið ónákvæm staðarákvörðun í fyrra skiptið, eða hvort polyp- inn kom á annan stað síðar, skal ég láta ósagt. Polypinn skarst af með sigmoidoscopinu, og var histologisk diagnosis sú sama og áður. Ég hef fylgzt með þessum sjúklingi síðan. Stilkurinn hefur smá-atrophierað og er nú horf- inn. Ég held, ef ég fyndi svipað- an polyp aftur, að ég myndi láta gera resection, þó ekki væri nema til þess, að spara mér og sjúklingnum þá hugarangisl, sem þessum eltingarleik fylgir, enda telur Lanahan fulla ástæðu lil slíks, a.m.k. þar, sem lítil reynsla er fyrir hendi. Það skal hafa hugfast, að þau einkenni sem krahbamein í ristli og endaþarmi gefa, eru oftast lítilfjörleg, þangað til að í óefni er komið. Ennfremur að ein- kenni eru öðruvísi í hægri helm- ing ristils, en í vinstri helming hans og í endaþarmi. Stafar þetta af því, að í hægri helming ristilsins er saurinn þunnur, og að þar fer fram resorbtion, en í vinstri helming hans og í rectum er hann venjulega fast- ur og hlutverkið þar er aðallega að geyma saurinn, og skila hon- um út úr líkamanum. LÆKNABLAÐIÐ 1 hægri helming eru einkenn- in oftast óljós dyspeptisk ó- þægindi, sem oft líkjast gall- vegasjúkdómum, langvarandi hotlangabólgu, legbólgu o. s. frv. Stundum samfara þessu, og stundum sem einasta einkenn- ið, er blóðleysi, oft mjög mikið. Þetta stafar ekki af blæðingu, a.m.k. ekki eingöngu, heldur sennilega mest af resorbtion eiturefna frá meinsemdinni, sem einmitt er oft mjög stór þarna og ulcereruð. 1 vinstri ristilhelming er það oftast tæm- ingarhindrun, sem fyrst gefur einkennin. 1 byrjun hægða- breytingar, þ.e.a.s. annaðhvort liægðatregða eða niðurgangur eða til skiptis hægðatregða og niðurgangur. Frá þessu og í subileus og ileus eru svo öll stig. Það er áberandi hversu ofl krabbamein veldur ileus án verulegrar hægðatregðu áður, og stafar þetta af því, að saur- köggull festist í þrengslum, sem ekki eru svo mikil, að þau hafi áður gefið verulega tæmingar- hindrun. Endaþarmsblæðing, sem ekki orsakast af gyllinæð, gefur sterkan grun um krahha. Enn- fremur er slím- og graftarút- ferð grunsamleg. Einkenni endaþarmskrahha, a.m.k. ef hann situr ofarlega, eru svipuð, en mætti þó segja, að hægðabreytingar gætti minna, en blæðinga og útferðar meira.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.