Læknablaðið - 01.11.1952, Síða 17
LÆKN ABLAÐIÍ)
Niðurstaðan af þessum athug-
unum verður því: Hér á landi
fá árlega 20—25 manns krabba
í ristil og endaþarm. A 10 ára
tímabilinu 1942—51 liafa því
200—250 manns fengið þennan
sjúkdóm. — Á 38 var gerð
róttæk skurðaðgerð, þ.e. 15- -
20% sjúklinganna. Sjö lifðu
lengur en 3 ár, 5 lengur en 5
ár eftir aðgerðina. Þ. e. 2—3%
fá fullan bata. Þar að auki eru
7 á lífi 41/2 mánuði til tæplega
3 árum eftir aðgerð. Lækningin
getur því í bæsta lagi orðið um
0%. A seinni helming tímabils-
ins eru ekki fleiri hæi'ir til rót-
tækra aðgerða en á fyrri helm-
ingi þess, og dánartala eftir að-
gerð aðeins óverulega litlu
lægri, þrátt fyrir batnandi með-
ferð fyrir og eftir aðgerð.
Þessi slæma útkoma orsakast
af eftirfarandi: Sjúklingarnir
koma of seint til læknis. Það
líður oft nokkur tími frá því, að
sjúklingurinn kemur lil læknis-
ins og þangað til, að sjúkdóm-
urinn uppgötvast. — Enginn
skurðlæknir bér á landi hefir
fengið nóga reynzlu á meðferð
þessa sjúkdóms. Er Jiað auð-
sætt þegar þess er gætt, að þeir
35 sjúklingar með krabbamein
í ristli eða endaþarmi, sem rót-
tæk aðgerð hefur verið fram-
kvæmd á bér á landi á 10 ára
límabilinu, bafa skipzt á milli
þriggja sjúkrahúsa og enn fleiri
lækna.
Til úrbóta á þessu ástandi
t)í
kemur því eftirfarandi til
greina: Landslýður sé fræddur
um einkenni krabbameins í
ristli og þendaþarmi.
Hér þarf þó að gæta varúðar
vegna aukinnar sjúkdóms-
ner vosu.
Sjúklingur, sem hefir eitt eða
fleiri einkenni, sem benda til
krabba, sé rannsakaður með til-
liti til sjúkdómsins.
Þar sem hinsvegar þau ein-
kenni, sem benda til krabba, eru
mjög algeng, er það vafasamt
hvort réttlætanlegt sé, að senda
þá alla, kannske um langan veg,
til fyllstu rannsóknar.
Læknar skyldu liafa það hug-
fast, að 9 af liverjum 10 enda-
þarmskröbbum finnast við fing-
urkönnun og að hlóð í saur
fylgir 9 af hverjum 10 ristil-
kröbbum.
Og að endingu: 1 framtíðiimi
verður að senda alla sjúklinga
með krabbamein í endaþarmi
og ristli til cins og sama skurð-
læknis.*)
Heimildir:
Bacon L. H. et al.: Cancer of
Rectuin. Journal of Internat.
College of Surgeons. Ref. úr J. A.
M. A. vol. 139 1949 P. 409.
*) í sambandi við umræður um
ofanskráð erindi var kosin nefnd
(samkv. tillögu form. L. R., Kristins
Stefánssonar), til þcss að gera til-
lögur um skipulagningu stærstu
skurðaðgerða liér á landi. í nefnd
þessa voru kosnir: Halldór Hansen,
Snorri Hallgrimsson og Guðmundur
Karl Pétursson. R i t s t j.