Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 17
I, ÆKNABLAÐIÐ 77 vera löggiltur endurskoðandi. Hún skal gera áætlun um fjár- hag og starf félagsins fyrir næsta ár og ræður fastlaun- aða starfsmenn eftir því, sem aðalfundur [fulltrúaráð] á- kveður. Stjórninni er heimilt að styrkja útgáfu Læknablaðs- ins og gera það að félagsblaði. Stjórnin er ábyi'g gagnvart fulltrúaráði. Vantraust á stjórnina skal borið fram skriflega og undir- ritað af minnst % kjörinna fulltrúa. Stjórninni er skylt að boða til fundar um vantraust innan tveggja mánaða. 9. gr. Þessi mál skulu tekin fyrir á aðalfundi L. 1. [fulltrúaráðs- ins]: 1. Kosin þriggja manna kjör- bréfanefnd. 2. Kjörbréf fulltrúa úrskurð- uð. 3. Skýrsla stjórnarinnar. 4. Reikningar félagsins. 5. Ákveðið tillag félagsmanna fyrir næsta ár. 6. Aætlun um framkvæmdir og fjárbag félagsins. 7. Ivosin stjórn eftir því, sem lög mæla fyrir. 8. Kosnir fulltrúar á þing B.S.R.B. 9. Skýrsla stjórnar ekkna- sjóðs 10. Skipun fastanefnda. 11. Kosnir tveir menn í gerð- ardóm skv. codex etbicus. 12. Kosnir tveir endurskoðend- ur reikninga félagsins. 13. Ákveðinn fundarstaður fyrir næsta aðalfund [reglu- legan fulltrúaráðsfund]. 14. Önnur mál. 10. gr. Aðildarfélög kjósa fulltrúa og varafulltrúa á aðalfundi sínum og tilkynna L. í. nöfn þeirra fyrir lok apríl-mánað- ar. Skulu þau jafnan senda fulltrúa á aðalfund L. í. [full- trúaráðsfund]. Hamli forföll, sem stjórnin tekur gild, er aðildarfélagi heimilt að fela umboð sitt lækni eða læknum, búsettum utan félagssvæðisins; þó fer sami maður einungis með eitt atkvæði. 11. gr. Tekjur L. í. eru árleg tillög aðildarfélaganna í hlutfalli við félagatölu þeirra. Aðalfundur L. 1. [fulltrúaráð] ákveður ár- gjald fvrir hvern gjaldskyldan félaga til L. 1., og stendur hvert aðildarfélag [svæðisfélag] fé- birði stjórnarinnar skil á því fyrir aprílmánaðarlok ár Iivert. Aðildarfélög geta ákveðið, að læknar, sem verið hafa virkir félagar í 40 ár eð.a hætt störf- um fyrir aldurs sakir eða heilsubrests, svo og illa stæðir læknar, megi vera undanþegn- ir félagsgjöldum. Einnig mega yngri læknar, sem hvorki liafa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.