Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 6
LÆKNABLAÐIÐ 66 þingi lauk. Starfsárið hefir þvi verið óvenju stutt og mun skýrsla þessi bera þess nokkur merki, því að á sumum sviðum hefir minna áunnizt varðandi hagsmunamál lækna en vonir stóðu til. Síðasta læknaþing kaus nefnd til þess að rannsaka og gera tillögur um heilbrigðis- eftirlit i skólum. Nefnd þessi starfaði af mildum dugnaði, samdi álitsgerð og kom lienni á framfæri við heilbrigðis- stjórnina. Á síðasta læknaþingi v?r stjórn félagsins, ásamt J1 jáJ]«- arnefnd, falið að svara bréfi, sem félaginu hafði borizt frá nefnd, skipaðri af ríkisstjórn- inni til ])ess að endurskoða á- fengislöggjöfina. í svarinu gerði stjórn L. í. grein fyrir sjónarmiði sínu varðandi ýmis atriði, sem spurt var um og var samkomulag um það við hjálp- arnefndina. Síðastliðið liaust ákvað fé- lagsstjórnin að senda öllum héraðslæknum og öðrum starf- andi læknum, utan Reykjavík- ur, bréf, þar sem óskað var upplýsinga um bifreiðaeign þeirra, þörf fyrir nýja l)ifreið og um leið hvernig útkoman hefði orðið á rekstri hifreiðar undanfarið. Svör hárust held- ur seint, en komu þó að lokum frá velflestum. Kom þá á dag- inn, að ótrúlega margir lækn- ar voru í bifreiðahraki. Flestir töldu sig hafa tapað á bifreið- unum, einkum þeim gömlu og úr sér gengnu, en sárafáir virt- ust þó geta bjargast af án bif- reiðar. Niðurslaðan varð sú, að 24 héraðsl. og 10 prakt- iserandi læknar, utan Reykja- víkur, þyrftu að fá nýja hif- reið, ef vel væri. Stjórn félags- ins hefir þrisvar rætt bifreiða- eklu lækna við Fjárliagsráð og sent því hréf um málið. Svör Fjárliagsráðs hafa jafn- an verið nokkuð loðin og loka- svar er enn ókomið. Þess er þó að vænta, að læknum verði veitt nokkur úrlausn og liefir komið fram ósk um að stjórn félagsins úthlutaði þeim inn- flutningsleyfum, sem veitt kunna að verða, til þeirra lækna, sem brýnasta þörf hafa fyrir hifreið. Þetta er að sjálf- sögðu auðvelt fyrir stjórnina, ef levfin eru nógu mörg, en mun reynast óþokkasælt verk, ef innflulningsleyfin eru fá miðuð við þörfina.*) Þá kem ég að gj aldskrármál- inu: Að síðasta læknaþingi loknu, snéri ég mér til landlæknis og har fram kvartanir héraðs- lækna yfir gjaldskránni. Lof- aði liann að taka málið til at- hugunar. Um líkt leyti átti ég *) Eftir að fundinum lauk voru veitt leyfi fyrir 8 jeppum og 6 fólks- bifreiðum amerískum og hefir greinargerð verið birt um úthlutun þeirra. Stjórn L. í.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.