Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 12
72 LÆKNABLAÐIÐ að ákveða árstillag félags- manna. Valtýr Albertsson reif- aði málið og ræddi einnig um tillög til Ekknasjóðs. Til máls tóku einnig um þetta atriði Eggert Briem Einarsson, Jón Steffensen og Ólafur Geirsson. Hinn síðastnefndi taldi nauð- syn bera til, að komið yrði á fót ekknatryggingum svipuð- um þeim sem L. R. hefir. Fund- arstjóri og Valtýr Albertsson lögðu til, að árgjald yrði kr. 200. Einnig að stjórninni væri falið að leita eftir þvi við fé- laga í L. í., utan L. R., að þeir greiddu að auki kr. 100 í ekknasjóð. Tillagan var sam- þykkt með öllum greiddum at- kvæðurn. Codex ethicus. Næst lá fyrir að kjósa nefnd til athugunar á codex ethicus. í nefnd þessa stakk Valtýr Albertsson upp á eftirtöldum mönnum: Sigurði Sigurðssvni, Páli Sigurðssyni og Ólafi Geirssyni. Voru þeir allir samþvkktir samhljóða. Fulltrúar á þing B.S.R.B. voru kosnir: Ólafur Bjarna- son, Eggert Br. Einarsson, Esra Pétursson og Ólafur Einars- son. 1 gerðardóm slcv. codex et- hicus voru kosnir: Sigurður Sigurðsson og Árni Árnason. Til vara: Bjarni Snæbjörnsson og Ólafur Einarsson. Ýmis hagsmunamál lækna. Valtýr Albertsson ræddi um taxtamál og bifreiða úthlutun. Lagði liann til, að liéraðslækn- ar gengju á fund heilbrigðis- málaráðherra til að ræða þessi mál við liann. Einnig minnt- ist hann á síðasta fund Al- þjóðalæknafélagsins og gat þess, að L. í. hefðu borizt boð um að senda fulltrúa á fund félagsins, sem ákveðinn væri í Aþenu í október næstkomandi. L. í. veitir styrk, að upphæð kr. 500, þeim, sem vill takast á hendur að mæta á fundinum. Páll Ivolka taldi illa farið, ef ekki yrði sendur fulltrúi á fundinn. Minnti einnig á fund norrænna embættislækna í Danörku í sumar Valtýr Albertsson minntist á söfnun til byggingar handrita- safns (skv. bréfi frá Stúdenta- félagi Reykjavíkur) og áleit tilblýðilegt, að L. í. legði fram nokkra fjárupphæð í því skyni. Tillaga frá Friðrik Einarssyni um það, að L. í. legði fram kr. 5000 (fimm þúsund krónur) til handritasafnsins, var sam- þykkt með 16 atkvæðum gegn 4. Stjórnarkosning. Þá fór fram stjórnarkosning. Formaður var kosinn Valtýr Albertsson með 24 atkvæðum. Jón Steffen- sen fékk 1 atkvæði. Ritari var kosinn Júlíus Sigurjónsson með 24 atkvæðum og gjald- keri Jón Sigurðsson með 25 atkvæðum. — Varastjórn var

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.