Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 18
78 LÆKNABLAÐIi) fasta atvinnu, né byrjað hafa sjálfstætt læknisstarf, vera undanþegnir félagsgjöldum. Stjórn L. f. getur veitt félaga [aukafélögum] sams konar undanþágur og aðildarfélög fé- lögum sínum. 12. gr. Stjórn hvers aðildarfélags skal senda stjórn L. í. árs- skýrslu sína ásamt tölu gjald- skyldra félaga og árstillagi fé- lagsins til L. f. fyrir lok apríl- mánaðar ár hvert. Nú óskar aðildarfélag, að aðalfundur L. 1. [fulltrúaráð] taki eitthvert mál til meðferð- ar [á ársfundi sínum] og skal þá tilkynning um það, ásamt greinargerð, send með árs- skýrslunni. Stjórn aðildarfélaganna skal hafa eftirlit með því, að félags- menn þeirra hlýði codex ethi- cus, lögum og samþykktum L. í. Verði hún vör við stórfelld- ar misfellur í þessum efnum, tilkynnir hún það stjórn L. í. Nú greiðir aðildarfélag eða gjaldskyldur aukafélagi ekki árstillag til L. í. innan 6 mán- aða frá gjalddaga, og getur stjórn L. f. svipt hann félags- réttindum, enda hafi hann verið aðvaraður. 13. gr. Stjórn L. í. [Framkvæmda- stjórn] skal vara opinherlega við stöðum eða embættum, er hún telur varhugaverð eða ó- aðgengileg fyrir lækna. Enginn félagsmaður má starfa fyrir utanfélagslækni, né vinna Ivjá fyrirtæki, sem hefur utanfé- lagslækni í þjónustu sinni. Þó getur stjórnin veitt undanþágu frá þessu til hráðahirgða, ef hún telur mikið við liggja eða almenningsheill varða. Skal hera þess háttar mál undir að- alfund [fulltrúaráð]eins fljótt og við verður komið. Enginn félagsmaður má sækja um stöður eða embætti, nema þau hafi verið auglýst til umsóknar með minnst 4 vikna fyrirvara. 14. gr. Ef félagi gerir sig líklegan til að hrjóta lög félagsins eða samþykktir eða hegðar sér ósæmilega, hvort heldur í læknisstarfi eða í sambandi við umsókn um stöðu, skal hann aðvaraður. Nú hregzt félagsmaður þeim skyldum, sem honum her að inna af hendi [samkv. samn- ingi L. f. við einhvern aðila, t. d. sjúkrasamlag eða trygging- arstofnun], eða hrýtur lög fé- lagsins eða codex ethicus, og skal þá veita honum áminn- ingu. Sé um ítrekað brot að iæða, má gera honum að greiða sekt, er nemi 100—1000 kr., og rennur sektarféð til Ekknasjóðs. Sama máli gegn- ir, ef félagsmaður aðhefst eitt-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.