Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 16
76 LÆKN ABLAÐIÐ 6. gr. Stjórn og fulltrúar[áð] fara með málefni félagsins. Full- trúar eru kosnir af aðildarfé- lögum [svæðisfélögum] á aðal- fundi til tveggja ára í senn. Fé- lög með 15 félaga [meðlimi] eða færri kjósa 1 fulltrúa, en stærri félög 1 fulltrúa fvrir hverja 15 félaga. Átta félagar umfram 15 eða margfeldi af 15 veitir auk þess rétt til full- trúa. Jafnmargir fulltrúar skulu kosnir til vara. Þó má ekkert eitt aðildarfélag kjósa fleiri fulltrúa en öll hin til samans. 7. gr. A aðalfundi eiga sæti kjörnir fulltrúar skv. 6 gr. Aðalfund [Fulltrúaráðsfund] skal halda ár hvert, að jafnaði á tímabilinu júní—september. [og oftar ef þurfa þykir]. Stjórnin getur og kvatt fulttrúa til aukafundar, ef hún telur þess þörf. Boðar stjórnin til fund- ar með minnst 6 vikna fyrir- vara. Formaður stýrir fundi. Fundur er lögmætur, ef hann er löglega hoðaður. Afl at- kvæða ræður úrslitum, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum þessum. Verði atkvæði jöfn, ræður atkvæði formanns úr- slitum. Skjóta skal máli til skriflegrar atkvæðagreiðslu allra félagsmanna, ef tveir fimmtu hlutar mættra fulltrúa óska þess. Varafulltrúar, sem mæta á fundinum auk aðalfull- trúa, liafa tillögu- en ekki atkvæðisrétt. Aðalfundur kýs þriggja manna stjórn til tveggja ára, formann, ritara og féhirði og jafnmarga vara- menn. Stjórnarkosning er skrifleg, og skal hver stjórnar- meðlimur kosinn sérstaklega, þó má kjósa varastjórn alla í einu. í stjórn má velja aðra félaga en fulltrúa, [utan full- trúaráðs], enda falli þá niður umhoð fulltrúa frá viðkomandi aðildarf élagi [svæðisfélagi] eftir samkomulagi við stjórn jjess. Formann má aðeins end- urkjósa einu sinni. 8. gr. Verksvið stjórnar er að sjá um daglegar framkvæmdir, vera á verði um hag íslenzku læknastéttarinnar, félaga henn- ar og einstaklinga og sjá um framkvæmdir á samjjvkktum fulltrúaráðs. Hún kemur fram út á við sem fulltrúi félagsins og aðstoðar við gerð [gerir] samninga um kaup og kjör fyrir aðildarfélög og einstakl- inga, ef jjess er óskað. Ávallt Jjarf samþykki hennar til j)ess að slíkir samningar séu gildir. Hún semur árlega skýrslu um starf félagsins og leggur fyr- ir aðalfund [fulltrúaráðsfund] ásamt reikningum félagsins, endurskoðuðum af tveim mönnum, en annar þeirra skal

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.