Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 11
L Æ K N A B L A Ð I Ð 71 Urðu nú miklar og allheitar umræður um málið. Þessir tóku til máls: Páll Kolka, Haulcur Kristjánsson, Valtýr Albertsson, Bjarni Guðmunds- son, Baldur Johnsen, Kristinn Stefánsson, Brynjúlfur Dags- son, Júlíus Sigurjónsson og Sigurður Sigurðsson. Tillaga Helga Tómassonar var því næst borin undir at- kvæði og var hún felld með 16 atkvæðum gegn 2. Próf. Júlíus Sigurjónsson bar því næst fram breytingartil- lögu við 5. gr. lagafrumvarps- ins á þá leið, að ekkert eitt svæðisfélag skuli hafa fleiri fulltrúa í fulltrúaráði en öll hin svæðafélögin til samans. Tillagan var borin undir at- kvæði og samþykkt með 15 al- kvæðum gegn 4. Fundi var því næst frestað til kvölds. Erindi. Kl. 8.45 setti próf. Jón Steffensen fund að nýju. Gaf hann orðið dr. Jóhannesi Björnssvni, er flutti ítarlegt og greinargott erindi um: Krabba- mein í endaþarmi og ristli. (Sjá Lhl. 37. árg. 4. tbl.). Erind- ið var þakkað með lófataki. Þessir tóku til máls um erind- ið: Dr. IJalldór Hansen, próf. Guðmundur Thoroddsen, Val- týr Albertsson, Bjarni Oddsson og Friðrik Einarsson. Kristinn Stefánsson lagði til, að skipuð yrði þriggja manna nefnd skurðlækna, er athugaði, hvernig unnt væri að „central- isera stór-chirurgie“. Stungið var upp á dr. Halldóri Hansen, próf. Snorra Hall- grímssyni og Guðmundi K. Péturssyni, yfirlækni. Sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum. Þá flutti Ólafur Geirsson, berklalæknir, fróðlegt og greinargott erindi um loft- brjóstmeðferð utan sjúkra- húss. Sýndi hann ennfremur nokkrar röntgenmyndir af extrapleural pneumotliorax. Erindið var jjakkað með lófa- talci. Oddur Ólafsson og fund- arstjóri tóku til máls og þökk- uðu erindið. Fundi frestað til næsta dags. Jón Steffensen fundarstjóri. Ólafur P. Jónsson fundarritari. 3. dagur (laugard. lb. júní). Próf. Jón Steffensen setti fund að nýju kl. 2.30, laugar- daginn 14. júní. Dr. Sigurður Sigurðsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og lagði til, að fundurinn sendi ekkju og fjöl- skyldu Ólafs lieitins Lárusson- ar, fyrrv. héraðslæknis, sam- úðarkveðju (útför hans för fram þenna dag). Formanui var falið að senda kveðjuna. Fundargerð frá deginum áð- ur var lesin upp og samþykkt. Árstillag. Þá var tekið fvrir,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.