Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 75 LÖG Læknafélags Islands Samþykkt á aðalfundi félags ins l'i. júní 1952. Prentuð hér eftir frumvarpi laga- nefndar og eru breytingar, sem sam- þykktar voru á síðasta degi fund- arins (sbr. fundargerð) eða nauð- synlegar þykja vegna samræminga, sýndar þannig, að orð sem falla nið- ur eru sett innan bornklofa [ ], en þau sem bætast við eru prentuð með skáletri. !• gr. Félagið heitir Læknafélag íslands, skammstafað L. í. Það er samband svæðafélaga og annarra félaga íslenzkra lækna. Lögheimili þess og varnarþing er í Reykjavik. Reikningsár félagsins er frá 1. júní til 31. maí. 2. gr. Tilgangur félagsins er: 1. Að efla hag og sóma hinnar íslenzkn læknastéttar og auka kynni og stéttarþroska félagsmanna. 2. Að stuðla að aukinni mennt- un lækna og glæða áhuga þeirra fyrir öllu því, er að starfi þeirra lýtur. 3. Að efla samvinnu þeirra um allt, sem horfir til framfara í heilhrigðismálum þjóðar- innar. 3. gr. Félagið hefir sérstakar siða- reglur (codex ethicus), sem samdar eru með hliðsjón af siðareglum alþjóðalæknafé- lagsins (International Code of Medical Ethics). 4. gr. Rétt til inngöngu i Læknafé- lag íslands eiga eftirtalin svæðafélög: a. 1. Læknafélag Reykjavíkur. 2. Læknafélag Miðvestur- lands. 3. Læknafélag Vestfjarða. 4. Læknafélag Norðvestur- lands. 5. Læknafélag Akureyrar. 6. Læknafélag Norðaustur- lands. 7. Læknafélag Austurlands. 8. Læknafélag Suðurlands. b. Ennfremur önnur félög, sem stofnuð kunna að verða og að- alfundur L. í. [fulltrúaráð] viðurkennir tæk í L. í. 5. gr. Rétt til inngöngu i svæðisfé- lag liafa allir íslendingar, sem lokið hafa embættisprófi í læknisfræði, búsettir eða starf- andi á félagssvæðinu. Aðalfundur L. í. [fulltrúa- ráð] getur tekið í L. í. lækna, sem af eðlilegum ástæðum eru ekki í svæðisfélagi, og enn- fremur erlenda lækna, ef sér- stakar ástæður eru fyrir hendi, enda greiði slíkir [auka]félag- ar sama gjald og svæðisfélög greiða fyrir meðlimi sína.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.