Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 8
68 LÆKNABLAÐIÐ þessu í iag. Taldi hann að margir héraðslæknar byggju við sanngjörn leigukjör, en eðlilegt væri að leiga væri mis- liá, vegna þess að sumir lækna- bústaðir hefðu verið reistir á síðustu og verstu tímum og lcostað mikið fé. Stjórnin reyndi að afla sér upplýsinga um leigumála tækna og kom á daginn að þeir húa við mis- jöfn kjör. Til dæmis greiða sumir læknar 250—300 kr. á mánuði fyrir nýlega og sóma- samlega hústaði, en aðrir 550 —600 kr. eða þaðan af meira. Sums staðar er kostnaður við upphitun og raflýsingu gífur- legur og verður héruðunum yfirleitt ekki um það kennt. Þar sem bústaður lækuis og sjúkraskýli eru undir sama þaki getur þó niðurjöfnun á þeim kostnaði orðið lækninum óhagstæð. Er nauðsynlegt að læknirinn láti ekki ganga á hlut sinn og kvarti við land- lækni, ef ósanngirni er liöfð í frammi. Héraðslæknir einn fékk allverulega lækkun, er yfirskattanefnd var falið að meta leiguna. Vonandi kemur ekki til þess, að stjórn L. í. þurfi að vara félagsmenn við sumum héruðum, vegna óeðli- lega hárrar húsaleigu. Snorri Ólafsson læknir tjáði stjórninni að bifreið hans tiefði laskazt verulega í árekstri, sem hann átti enga sök á. Fór hann þess á leit við trygging- arfélagið, að það greiddi hon- um nokkra dagpeninga meðan á viðgerð stæði, en fékk dauf- ar undirtektir í byrjun. Við nánari eftirgrennslan kom í tjós, að atvinnubílstjórar liafa hér sérsamninga við trygging- arfélögin um dagpeninga með- an á slíkri viðgerð stendur. Hafa sum þeirra að minnsta kosti greitt læknum nokkrar bætur, þegar eins hefir staðið á, en undirtektir verið nokkuð misjafnar. Væri því heppilegt að samtök lækna næðu samn- ingum við tryggingarfélögin um þetta atriði. Leitað liefir verið eftir stuðn- ingi félagssamtaka í Reykja- vík, vegna byggingar fyrirhug- aðs handritasafns, og færi vel á að L. í. legði þar eitthvað af mörkum. Þá hefir verið stofnað í Reykjavík félag til hjálpar bækluðu og lömuðu fólki. Hef- ir það heitið á lækna að duga sér. Fæ ég ekki séð, að læknar geti það á annan hátt, en með því að gerast félagar. Þess er vert að geta, að Brit- ish Medical Association hefir sýnt L. í. þann sóma að bjóða þvi að senda fulltrúa á þing, sem brezka og írska læknafé- lagið lialda sameiginlega í Dublin í sumar. Boð þetta lief- ir að sjálfsögðu verið þakkað, en ekki er enn fullvist hvort nokkur liefir hentugleika til að mæta þar fyrir liönd L. í.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.