Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 69 Félaginu hefir borizt feiknin öll af bréfum og fyrirspurnum, einkum frá alþjóðafélagsskap lækna, og hefir verið mikið verk að svara þeim öllum. Það starf hefir að sjálfsögðu mætt á ritaranum. Fundarstjóri þakkaði skýrslu formanns og ræddi nokkuð taxtamál héraðslækna. Um þetta mál ræddu einnig Valtýr Alhertsson og Eggert B. Ein- arsson. Þá las gjaldkeri upp reikn- inga félagsins og eftir nokkrar umræður voru þeir samþykktir með öllum greiddum atkvæð- um.*) Næsti liður á dagskrá var að ákveða árstillag félagsmanna, en ákvörðun um það var frest- að, þar til frumvarp til nýrra félagslaga, er lá fyrir fundin- um, hefði verið afgreitt. Frestað var að lesa upp reikninga Ekknasjóðs, vegna fjarveru gjaldkera. *) Stjórnin hafði, að athuguðu máli, ekki séð sér fært að inn- heimta ógreidd árstillög frá 1949 og eldri, en ákvað að leggja þvi meira kapp á innheimtu árgjalda fyrir 1950 og 1951, enda tókst að innheimta öll þau gjöld að fullu. Umræðurnar snérust um þessar „af- skriftir“, sem ekki allir voru ánægð- ir með, en skoðast þó samþykktar mótatkvæðalaust með samþykkt reikninganna. Eignaraukning nam kr. 40.391,19 og eignir samtals kr. 89.949,88. Tryggingamál lækna. Dr. Helgi Tómasson flutti skýrslu nefndar, er kosin hafði verið á síðasta aðalfundi, til athug- unar á tryggingamálum lækna, og bar hann fram eftirfarandi tillögu: „Nefndin leggur til, að máli þessu verði frestað að svo stöddu, vegna skipulagsbreyt- inga þeirra, sem fyrirhugaðar eru á Læknafélagi íslands.“ Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum. Lagabreyting, í. umræða. Því næst var tekið til umræðu lagafrumvarp það, er milli- þinganefnd hafði samið og lagt fvrir fundinn. Formaður, Valtýr Albertsson reifaði inálið og gat þess, að frumvarpið væri að verulegu levti sniðið eftir lögum norska læknafé- lagsins. Auk þess tóku eftirtaldir læknar til máls um frumvarp- ið: Kristinn Stefánsson, Július Sigurjónsson, Jón Steffensen, Páll Sigurðsson og Brynjúlfur Dagsson. Kristinn Stefánsson lagði fram skriflegar breyting- artillögur frá Læknafélagi Beykjavíkur. Ennfremur lögðu fram skriflegar brevtingartil- lögur þeir Júlíus Sigurjónsson og Ólafur Geirsson. Nefnd var kosin til athugun- ar á lagafrumvarpinu og breyt- ingartillögum, er horizl höfðu, og skyldi hún skila áliti um málið á fundi næsta dag.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.