Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 10
70 LÆKNABLAÐIÐ í nefndina voru þessir menn kosnir: Kristinn Stefánsson, Páll Sigurðsson, Sigurður Sig- urðsson, Sigurður Ólason, Bjarni Guðmundsson, Páll Kolka og Eggert B. Einarsson. Fundarlilé kl. 7. Erindi. Fundur var settur að nýju kl. 8.45. Prófessor Jón Steffensen setti fundinn. Því næst flutti dr. Óskar Þ. Þórðar- son ítarlegt og greinargott er- indi um Coxsackie vírus og stingsótt. Erindið var þakkað með lófataki (var síðar birt í Læknablaðinu, 37. árg. 2.— 3. tbl.). Til máls tóku um erindi Óskars: Prófessor Jón Steffensen, Valtýr Alberts-. son, próf. Jón Hj. Sigurðsson og Björn Sigurðsson. Fyrirles- ari sagði síðan nokkur orð að lokum. Þá flutti Kristinn Stefáns- son fróðlegt erindi um: Nöfn og form lyfja. Erindið var þakkað með lófataki. Um er- indi Kristins tóku til máls: Jón Stel'fensen, Valtýr Albertsson og Páll Ivolka, og að lokum sagði fyrirlesari nokkur orð. Fundi frestað til næsta dags. Baldur Johnsen fundarstjóri. Ólafur P. Jónsson fundarritari. 2. dagur (föstud. 13. júní). Kl. 4, J). 13. júní, var fundur settur aftur. Baldur .Tolmsen héraðslæknir stjórnaði fundi. Fundargerð frá deginum áð- ur var lesin upp og samþykkt samhljóða. Ekknasjóður. Dr. Halldór Hansen las upp reikning Ekknasjóðs fyrir órið 1951. Eignir sjóðsins í árslok 1951 voru kr. 149.102,66. Um reikningana tóku til máls: Valtýr Albertsson, Krist- inn Stefánsson, Helgi Tómas- son, Páll Ivolka, Brynjúlfur Dagsson, Skúli Tboroddsen. Nokkrar munnlegar tillögur komu fram, bæði um ávöxtun sjóðsins og fjáröflun bonum til handa. Lagabreyting, 2. umræða. Því næst flutti Kristinn Stef- ánsson, er var framsögumaður nefndar þeirrar, er bafði laga- frumvarpið til athugunar, framsöguræðu um málið. — Nefndin hafði ekki lokið störf- um og óskaði frests til næsta dags. Það kom í ljós, að nefnd- in var klofin i málinu, að því er snerti tölu fulltrúa svæða- félaganna. Óskaði nefndin efl- ir fundarsamþykkt um ])að at- riði, áður en bún héldi áfram störfum. Dr. Helgi Tómasson lýsti sig eindregið á móti lagafrum- varpinu og bar fram svobljóð- andi tillögu: „Aðalfundur Læknafélags íslands, haldinn í Revkjavik 12.—14. júní 1952, sér, að svo stöddu, ekki ástæðu til Jjess að breyta lögum félagsins.“

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.