Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 20
80 LÆKNABLAÐIÐ Fm L./. Alþjóðafundur um læknakennslu (First World Conference on Medi- cal Education) verður haldinn á vegum Alþjóða Læknafélagsins (WMA) i London 25.—29. ágúst 1953. Læknar, sem kynnu að hafa að- stæður til að sækja þennan fund sem fulltrúar, eru beðnir að gera stjórn L. í. aðvart hið allra fyrsta. L. í. hefur hug á að veita a. m. k. einum fulltrúa nokkurn styrk til að sækja fundinn. Sjöunda þing Alþjóðalæknafélags- ins (WMA) verður haldið i Haag 31. ág.—4. sept. 1953. Læknar, sem ættu hægt með að sitja þingið sem full- trúar L. í., eru beðnir að gera stjórn- inni aðvart hið fyrsta og a. m. k. fyrir febrúarlok. British Medical Association býður L. f. að senda fulltrúa á ársþing sitt í Cardiff 13.—17. júlí í sumar. Ó- keypis dvöl í Cardiff fundartímann. Þeir, sem liafa hug á að þyggja þetta boð, eru beðnir að láta stjórn L. í. vita fyrir 15. marz n. k. Alþjóðaráðstefna lækna um kven- sjúkdómafræði og fæðingarhjálp í París 22.—23. maí 1953. L. í. hefir borizt tilkynning um þetta mót frá dóms- og kirkjumála- ráðuneytinu og óskar ráðuneytið eft- ir að fá að vita hið allra fyrsta, livort læknar héðan hafi í huga að sækja mótið. því ei' svo færi, að tvímælis þætti orka um einhverjar orðalagsbreyt- ingar, hvort í þeim fælust efnis- breytingar, mundi textinn, sem hér birtist, ráða. * Ur erl. ritum. Chloramphenicol kennt um anæmia aplastica. Chloromycetin eða chloramph- enicol var upphaflega ekki talið til þeirra lyfja, sem veruleg hætta væri á að blóðsjúkdómar hlytust af. Þó var snennna á það bent, að efna- fræðileg gerð þess væri þannig, að möguleiki gæti verið á hættulegum áhrifum á blóðmyndun. Nú eru hins vegar óðum, og úr ýmsum áttum, að safnast saman skýrslur um sjúklinga, sem talið er að feng- ið hafi anæmia aplastica af chlor- amphenicol, svo að stundum hefur dregið til dauða, þrátt fyrir allar aðgerðir. Amerisk og ensk lækna- rit frá júlí og ág. 1952 (J.A.M.A. og Brit. Med. Journal) benda rækilega á þessa hættu. Sérstaklega er varað við endurtekinni notkun lyfsins, þótt það sé eklci gefið lengi í hvert sinn og alllangt líði á milli. Er jafnvel búizt við að svo kunni að fara, að varla verði talið réttmætt að nota lyfið nema við taugaveiki, þar eð aureomycin geti annars oft- ast komið í stað þess. Rétt er að geta þess, að sumar skýrslurnar hafa verið véfengdar á þeim grundvelli, að sjúklingarnir hafi einnig fengið önnur lyf, t. d. sulfa o. fl., sem valdið geta sams konar blóðsjúkdómum. Hér á landi hefir chlorampheni- col verið notað talsvert, og ættu læknar þvi að kynna sér vel ann- marka þess. Ó. G. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.