Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 73 endurkosin með lófataki, en hana skipa: Helgi Tómas- son, Friðrik Einarsson og Berg- sveinn Ólafsson. Lagcibreyting, 3. umræða. Næst var lagafrumvarpið tekið til umræðu að nýju. Nefndin liafði gert á því mikl- ar breytingar,1 og skýrði fram- sögumaður nefndarinnar, Kristinn Stefánsson, þær og har saman við frumvarp milli- þinganefndar. í því sambandi óskaði framsögumaður bókað, til nánari skýringar á 10. gr. frumvarpsins, að þar sem tal- að væri um lækna, sem bú- settir væru utan l'élagssvæðis, væri bæði átt við lækna, sem kvnnu að hafa verið félagar í viðkomandi svæðisfélagi, en flutzt burt af félagssvæðinu, og einnig lækna, sem aldrei hefðu verið félagar í viðkom- andi félagi. Að ræðu Kristins lokinni þakkaði prófessor Jón Steffen- sen nefndinni vel unnin störf. Próf. Júlíus Sigurjónsson taldi sig yfirleitt samþykkan þeim breytingum, sem nefndin hefði gert á frumvarinu. Hann vildi þó m. a. leggja fram eftirfar- andi tillögu til orðalagsbreyl- ingar á frumvarpinu eins og það nú lægi fyrir (sjá frum- varpið í heild, hls. 75—79): *) Efnisbreytingar munu varla geta talizt miklar. Stjórn L. í. „í stað f ulltrúaráðsfundur komi aðatfundur L. í. I stað fulltrúaráð komi aðal- . .fundur L. 1. eða fulltrúar, eftir því sem við á.“ Til máls um frumvarpið tóku einnig: Prófessor Jóhann Sæmundsson, Valtýr Alberts- son, Friðrik Einarsson og Páll Kolka. Tillaga Júlíusar var sam- þykkt með 12 samhljóða at- kvæðum. Þá voru einstakar greinar frumvarpsins Iiornar undir at- kvæði. 1., 2., 3. og 4. gr. voru sam- þykktar samhljóða óbrevttar (sbr þó brevtingartillögu .1. S.). 5. gr. samþykkt samhljóða með þeirri breytingu, að í stað „aukafélagar“ komi „félagar“ (sbr. brtt. J. S.). 6. gr. samþykkt samhljóða með þeim breytingum, að í stað „svæðisfélögum“ komi „að- ildarfélögum“ og í stað „með- limi“ komi „félaga", sbr. einn- ig [hér og síðar] brtt. J. S. 7. gr. Greinin hefjist þannig: „Á aðalfundi L. í. eiga sæli kjörnir fulltrúar skv. 6. gr.“ Siðan, í stað orðanna „ef þurfa þykir" komi „stjórnin getur kvatt fulltrúa til aukafundar, ef hún telur þess þörf". Grein- in þannig breytt samþvkkt samhljóða. 8. gr. A 8. gr. var gerð sú breyting, að í stað orðanna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.