Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.01.1953, Blaðsíða 7
L Æ K N A B L A Ð I Ð 67 tal við forráðamenn Trygging- arstofnunar ríkisins og var mér tjáð, að farnir væru að berast reikningar frá nokkr- um héraðslæknum, allmiklu hærri en löghoðin gjaldskrá leyfði. Var mér bent á, að við slíkt yrði ekki unað. Stofnun- in virtist þó viðurkenna að gjaldskráin væri orðin allmjög á eflir tímanum, en færðist undan því að beita sér fyrir gjaldskrárhækkun. Hins veg- ar fengust loforð um, að ekki skvldi spillt fyrir því, að hér- aðslæknar fengju uokkra leið- réttingu mála sinna, ef heil- brigðisstjórnin hefði þar frum- kvæði. Til þess að koma frek- ari skrið á málið og gefa um leið héraðslæknum tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri, fengum við héraðslæknana Pál Kolka og Eggert Einarsson, ásamt Ezra Péturssyni lækni, til þess að ræða málið við landlækni og Tryggingarstofnun. Að þeim viðræðum loknum, ritaði svo stjórn félagsins heilbrigðis- málaráðuneytinu bréf um mál- ið. Eins og læknum er þegar kunnugt, var gjaldskráin liækkuð um 50 af hundraði, og munu margir óánægðir vfir þeim málalokum, þó að aðrir hafi talið þetta viðunandi úr- lausn í hráð. Sennilega má kenna það mest félagsdevfð, hvernig taxtamálunum er komið. Landlæknir tjáði mér, að hann myndi ekki til að formleg beiðni um gjaldskrár- hækkun hefði verið borin fram undanfarin 5 ár, fyrr en því máli var hreyft síðastliðið haust. Hefði þó sennilega ver- ið vænlegra að hreyfa því máli fyrr. Var á landlækni að heyra, að stjórn heilhrigðismálanna hefði sýnt allmikla rausn með því að hækka gjaldskrána um 50 af hundraði i fyrsta skiptið sem eftir liækkun var leitað. Stjórn L. í. telur það óeðlilegt að gjaldskráin skuli enn um sinn vera slitin úr öllu sam- liengi við kaupgjald og verðlag í landinu. Með sívaxandi dýr- tíð geta þær kjarabætur, sem nú fengust, hjaðnað fvrr en varir. A síðasta læknaþingi, hóf Eggert B. Einarsson héraðs- læknir máls á því, að sumir héraðslæknar greiddu okur- leigu fyrir læknisbústaði, en öðrum væri gert að greiða mjög sanngjarnt gjald fyrir húsnæði. Skoraði hann á stjórn félagsins að fá þessu kippt í lag. Nokkrir héraðslæknar hafa kvartað vfir hárri húsa- leigu við stjórnina. Leikur grunur á, að sum héruð vilji reikna sér leigutekjur af fram- lagi ríkissjóðs til bústaðanna, sem vitanlega nær engri átt. Ég átti tal við landlækni um málið, vegna þess að auðveld- ast væri fyrir hann að kippa

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.