Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1954, Page 20

Læknablaðið - 01.06.1954, Page 20
96 LÆKNABLAÐIÐ 3. mynd. á stórum svæðum. Auk þess sjást innanum bandvefsfláka typiskir berklahnútar með epitbeloid frumusveipum og Langhans risafrumum.“ Þ. 6. 10. ’53 sá ég hana síð- ast. Hún var þá óþægindalaus. Notar handlegg að fullu og þreytist ekki óeðlilega. Vantar 5° upp á fulla extension, aðr- ar hreyfingar eðlilegar, sárs- aukalausar. Örið reaktions- laust, hefir verið gróið síðan hún fór úr spítalanum. Það var með hálfum liuga að ég gerði þetta og sagði ég sjúkl. að líklegra væri, að ekki yrði komizt hjá resection þó lið- fóðrið væri tekið, en við vild- um hæði lialda i liðinn, ef þess væri nokkur kostur. Það hafði og sýnt sig að berklalyfin höfðu verkað vel á þessa bólgu þó ekki hefðu þau enst til að evða henni með öllu. Það þótti líka sennilegt og reyndist svo við aðgerð, að liðhrjósk væri lítt eða ekki skaddað. Það er of fljótt enn, að segja hér vera fullan hata. Þó berkl- ar hafi breytzt er rétt að trúa þeim varlega enn. En með því að hún liefur verið fullfrísk í hálft annað ár og notað hönd- ina í vaxandi mæli þann tíma án þess að kenna sér meins, en þrjú ár áður var hún aldrei lieil þó stundum sýndist batna i bili, þá finnst mér leyfilegt að vera bjartsýnn og vona það bezta. Fyrir tíma berklalyfjanna nýju befði þessi aðgerð verið kórvilla. SUMMARY. An account of a synoviecto- my performed on a tubercul- ous elbow joint 12. V. 1952. There is full range of motion in the elbow, the pat. has no complaints and has been us- ing her hand in an increasing degree for tlie last eighteen months. Uppprentun úr Læknablaðinu er bönnuð nema að fengnu leyfi höfunda. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f., Reykjavík. Sími 1640. Pósthólf 757.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.