Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.1954, Page 13

Læknablaðið - 01.07.1954, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 107 rangri ákæru o. þ. h. leitast við að koma því til leiðar, að sak- laus maður verði sakaður eða dæmdur fyrir refsiverðan verknað og velferðarmissir ann- arra hlaust af eða var fynr- hugaður. 6) Samkvæmt 164. gr. hegningarlaganna, þ. e. ef mað- ur er ákærður fyrir að hafa valdið eldsvoða og séð fram á, að mönnum var bersýnilegur lífsháski búinn af eða yfirgrips- mikil eyðing á verðmætum annarra. 7) Samkvæmt 166. gr. hegningarlaganna, þ. e. ef mað- ur er ákærður fyrir að hafa framið brennu, sprengingu eða önnur skemmdarverk i þvi skyni að koma af stað uppreisa, fjöldaránum eða annarri við- tækri röskun. 8) Samkvæmí 211. gr. hegningarlaganna, þ. e. ef maður er ákærður fyrir morð. Ef ákveðin er vitnaleiðsia læknis um einkamálefm, skal hún fara fram fyrir luktum dyrum. Fyrir dómi geta læknar og orðið að gefa skýrslur sem aðiljar máls. Er talið, að um þær aðiljaskýrslur gildi almennt sömu reglur, að því er varðar leyndarskyldu og getið var um vitnaleiðslu. Þó eru hér tvó til- vik, sem sérstakt gildii um. Læknir getur sem sé komizt í þá aðstöðu í fyrsta lagi að þiuía sem aðili einkamáls að krefja viðskiptamann sinn (venjulega sjúklinginn) um þóknun fyrir starf í hans þágu. Þá er hugs- anlegt, að nauðsynlegt sé til rökstuðnings kröfugerð að skýra frá einkamálefni. Tcija ýmsir, að í þessu tilviki haíi læknir heimild til að skýra fiá einkamálefnum, a. m. k. þegai einkamálið snertir aðeins gagn- aðiljann, en snerti það jafn- framt hagsmuni annarra, eigi að fara eftir svonefndum neyð- arréttarreglum um hagsmuna- mat. I öðru lagi er talið, — og hefur komið óbeint fram í hæstaréttarmáli hér fynr nokkrum árum, — að sé læknir ákærður í opinberu máii, gcti hann, ef nauðsyn krefur sér til varnar, skýrt frá einkamál- efnum, sem hann er annars bundinn þagnarskyldu um. Þá geta læknar og orðið að framkvæma mats- og skoðana- gerðir i dómsmálum. Heglur 10. gr. læknalaganna um vitna- slcýrslur munu gilda urn þetla efni, bæði í einkamálum og' opinberum málum. Um skjalasönnun í dóms- málum munu um einkamál og o])inber mál einnig gilda sörnu reglur varðandi þagnarskyld- una og um vitnaskýrslur. I þessu sambandi er rétt að benda á ákvæði 149. gr. laga nr. 85/ 1936 um meðferð einkamála i héraði, þar sem segir, að ef skjal, sem skylt er að leggja fram í dómsmáli, hefur að gcyma atriði, sem viðkomandi er óleyfilegt að láta koma fram,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.