Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1954, Page 16

Læknablaðið - 01.09.1954, Page 16
124 LÆKNABLAÐIÐ og e. t. v. engar blásningar um tíma, en rétt er þó að mæla við og við þrýsting, en bæta a. m. k. ekki á upp fyrir 0- þrýsting, og engu ef mæði er eða þyngsli. En, sem sagt, nýtt exsudat er nýtt aktivitets-einkenni i sjúkdómnum og því oftast gild ástæða til hælisvistar um tíma. Eftirlit með loftbrjóstmeð- ferð. Um það leyti, sem sjúkl. fer af hæli, er loft-meðferðin að jafnaði komin i nokkuð fastar skorður, búið að finna út hve mikið þarf að gefa í hvert sinn og með hve löngmn millibilum. En þetta getur breytzt nokkuð síðar, og ]iá oftar á þann veginn að strjála megi blásningar eftir þvi sem lengra líður. Réttast tel ég þó, fyrir lítið æfða menn, að vera nokkuð vanafastir með loft- gjöfina, nema sérstakt tilefni gefist. Það, sem helzt er við að miða, er þetta: 1) Kollaps þarf að vera nægur til þess að loka cavernunum og lielzt selectiv, þ. e. að sjúka svæðið falli mest saman. Slíkan selectiv pnth. köllum við úrvcilsloft. — Hið gagnstæða er contraselectiv pnth., þegar loftið leggur mest saman heilbrigða hluta lung- ans, en sjúki hlutinn er ad- liærent við brjóstvegginn. (Það mætti nefna úrkastsloft). — Þannig sjúklinga á ekki að út- skrifa af liæli, heldur hætta loftmeðferðinni og nota aðra lækningaaðferð. 2) Það á ekki að mæða eða þreyta sjúkl. óþarflega með of miklu lofti. Þegar þeir kvarta um mæði eftir blásningu, á að gefa þeim minna loft framvegis og e. t. v. lengja millibilin. (Við mikla mæði þarf þó að hugsa um spontan pnth., sem áður var getið). 3) Það má ekki leyfa saman- föllnu lunga að festast inn við mediastinum og ekki halda mikilli atelectasis á lunganu. Það á að skyggna sjúkling- ana á undan hverri blásningu, þar sem tæki eru til þess. At- liuga hve stórt lofthólfið er, hvort nýir samvextir hafa myndazt, livort komið hefur exsudat, hvort komið hafa ný- ar bólgur i lungun. Með þessu lærir læknirinn utan að mynd hvers sjúklings og festir hana betur og betur í minni. Það eykur mjög á öryggiskennd hans að vera nýbúinn að sjá hvernig loftið liggur, áður en stungið er. Ef loftið er mun minna en áður, þarf að slytta bilin milli blásninga eða gefa meira í einu. Það er yfirleitt mjög vanda- lítið að sjá loft, þarf venjulega aðeins, það sem þarf við allar gegnlýsingar, sem sé góða ad- aptation. Sýklaleit. Það heyrir til eft-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.