Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1955, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.1955, Blaðsíða 11
21 LÆKNABLAÐIÐ sér að greiða sennilega talsvert minni en við var búizt. Heyrst hafa raddir um að blaðið þyrfti að vera fjölbreyttara að efni en verið liefir. Ekknasjóður. Síðasti aðal- fundur lýsti sig samþykkan þvi að félagið tæki að sér stjórn „Ekknasjóðsins“, ef L. R. ósk- aði þess. Yið teljum lieppilegt að sjóðurinn sé að verulegu lejdi á vegum L. R. hér eftir sem hingað til. Þess hefir jafn- an verið gætl að 1 héraðslæknir væri í sjóðsstjórninni. Síðasti aðalfundur L. R. mun hafa gert ráð fyrir, að á þessum fundi yrði kosinn 1 læknir í stjórn sjóðsins. Annars mun Bergsveinn Ólafsson læknir skýra afstöðu L. R. til málsins um leið og hann les upp reikn- inga sjóðsins. Sérnúm lækna. Prófessor Snorri Hallgrímsson sendi fé- laginu til umsagnar uppkast að reglugerð um sérfræðinám lækna. .Túlíus Sigurjónsson pró- fessor þurfti að taka afstöðu til uppkastsins í læknadeild og baðst því undan að eiga hlut- deild í svari félagsins og dr. Jón Sigurðsson var fjarverandi þegar taka þurfti afstöðu til málsins. Kom því i lilut for- manns að svara. í tillögunum felast mjög auknar kröfur um menntun sérfræðinga og var þess að ýmsu levti þörf. Kröf- um þessum þótti formanni ekki alltaf í bóf stillt og gerði hann þvi nokkrar athugasemdir við tillögur sérfræðinganefndar- innar og óskaði nokkurra breytinga. Aðrar lillögur um sérfræðinám lækna hafa ný- verið borizt formanni félagsins frá landlækni. Eru þær allmjög frábrugðnar tillögum nefndar- innar en ekki liefir unnizt tími til að athuga þær sem skyldi. Vitað er um 1 sjúkrasamlag (S. Akraness), sem hefir tregð- ast við að greiða læknum or- lofsfé. Læknunum var ráðlagt að gera þegar ítarlega gangskör að því að innheimta féð og kæra til stjórnarinnar, ef það yrði ekki greitt án tafar. Jafn- framt var Tryggingarstofnunin látin vita hvernig komið var. British Medical Association hefir sýnt félaginu þann sóma að bjóða því að senda fulltrúa á ársfund þess, sem að þessu sinni verður haldinn í Glasgow. Svo heiipilega vildi til að Ólaf- ur Bjarnason læknir liafði hentugleika á að mæta þar að þessu sinni. Sveriges Liikarforbund er nú fimmtugt. Var þess nýlega minnzt með hátiðahöldum í sambandi við ársfund félags- ins. L. í. var boðið að senda fulltrúa einn eða fleiri eftir hentugleikum. Baldur Johnsen héraðslæknir tókst á hendur að mæta þar fyrir hönd L. I. og flytja samtökunum árnaðar- óskir ásamt smáafmælisgjöf, sem sjálfsagt þykir að senda

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.