Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1955, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.03.1955, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐ IÐ 27 arráði Islands og uppáhalds latínukennari margra stúdenta. Skúli læknir kvæntist 1899 og gekk að eiga Sigríði, dóttur Sigurðar hreppstjóra á Kóps- vatni í Ytrihrepp, Magnússon- ar alþm. i Syðra-Langholti Andréssonar. Þau fluttu að Skálholti vorið eftir og hófu þar húskap. Sigríður varð skammlíf og andaðist 1911, en Steinunn, systir hennar gerðist ráðskona Skúla læknis og fóstr- aði hin ungu hörn hans með mikilli prýði. Þeim Skúla og Sigríði varð fjögurra barna auðið og lifðu þrjú þeirra og húa hér í bænum. Þau eru: Sig- urður magister, Árni húsgagna- smíðameistari og Sigríður Elín, kona Eggerts P. Briem, skrif- stofustjóra Eimskipafélags Is- lands. Ég kynntist Skúla lækni fyrst er ég gerðist eftirmaður Iians í Grímsneshéraði. Hann var lágur maður vexti og grann- holda, Ijós yfirlitum með mik- ið enni og svip, sem var góð- legur og gáfulegur i senn. Hann var mjög alúðlegur í viðmöti, j'firlætislaus og hlédrægur. Þar, sem eldri og yngri lækn- ar mætast, vill oft á skorta, að gagnkvæmur skilningur og góðvild riki i samhúðinni. Það var því með nokkurri eftir- væntingu, að ég heimsótti þennan forgengil minn fyrsta sinni á heimili hans í Skálliolti. En viðtökur þær, sem ég fékk hjá þessum látna vini mínum og öllu heimili lians munu mér seint úr minni ganga, heldur jafnan ljóma sem einn feg- ursti sólskinsbletturinn í lífi mínu. Það var rélt eins og ég væri að taka við störfum af góðum föður, en ekki vanda- lausum manni, sem ég liafði aldrei áður augum litið. Síðar sá ég, að annarrar framkomu hefði ég ekki þurft að vænta af hans liálfu. Slarf hans var ætíð að milda og græða, hvar sem hann fór og hvað sem hann tók sér fyrir hendur. Ilann reyndi alla ævi að lilvnna að öllu, sem lífsanda dró, hvort heldur það var inaður eða málleysingi eða lítið gróandi strá á vegi hans. Þótt Skúli læknir væri sér- lega skyldurækinn embættis- maður, vel látinn og vinsæll, þekkti ég vel að næst hug hans og hjarta var að húa búi sínu í kyrrð og næði. Þótt það yrði hlutur hans í lífinu að vera oft og tíðum fjarri heimili sinu í hinu erfiða og viðlenda héraði, var hann maður óvenju heima- kær og lítið fyrir að láta á sér bera eða að sér kveða út í frá. Ást hans á hinni gróandi jörð og á vel öldu búfé var vafa- laust honum ríkust í huga, enda álli liann í Skálholti hæði gott bú og gagnsamt. Það er bjart og hlýtt yfir minningu Skúla læknis, ekki

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.