Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1955, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.03.1955, Blaðsíða 20
30 LÆKNABLAÐIÐ vinstri lungnavenur umluktar tumorvef, sem veldur miklum þrengslum í þeim. Histologisk diagnosis: Car- cinoma bronchiogenes, sem vex inn í nágranna líffæri ösofag- us, aorta, arteria og venae pulmonales. Discussion: Hypercyánotisk angina, eða verkur í brjósti, sem að líkindum orsakast af hækkuðum þrýstingi í lungna- hringrásinni, er tiltölulega sjaldgæft fyrirbrigði. Kemur verkurinn í köstum, geislar frá praécordium djúpt inn í brjóst- ið, stundum dálílið upp á við, samfara þessu er aukin cj'an- osis, þrýstingur fyrir brjósti (oppression), almennt magn- leysi, og kvíðatilfinning. Mæði er lítið áberandi, og það sést ekki sú dauðans angist (angor mortis), sem stundum kemur við angina jjectoris. Af ofan- skráðu er því augljóst, að erf- itt er að greina verkjaköst þessi frá venjulegum angina pector- is-verkjum. Þetta mun þó í flestum tilfellum hægt, ef höfð eru i huga anamnestisk og kli- nisk einkenni, sem benda til aukins þrýstings í lungnahring- rásinni. Ber þar til að nefna1) alla langvinna lungnasjúkdóma, sem að jafnaði valda cor pul- monale chronicum,2) emboli- ur i arteria pulmonalis,3) sten- osis mitralis,4) þá meðfædda hjartasjúkdóma, sem valda blóðþrýstingshækkun í lungna- liringrásinni. Samkvæmt Viar og Harrison0) hafa sjúklingar með gat í septum atriorum, með opinn ductus arteriosus og með Eisenmengers Complex (dextroposition af aorta, gat í septum ventriculorum og hyp- ertrofi á hægri venti-iculus), fengið hypercyanotisk angina köst, enda er blóðsókn aukin til lungnanna við þessa með- fæddu lijartagalla. Hjá sjúklingum með Fallots Tetrologi kemur þetta syndrom ekki fram, enda hafa þeir fjórða meðfædda gallann fram yfir Eisenmengers complexið, sem sé pulmonalstenosis, en hún veldur því, að blóðrennsli til lungnanna minnkar, og þess vegna er lágur þrýstingur í arteria pulmonalis. Hjá sjúklingi mínum hefir vafalaust verið um að ræða mikla hækkun á blóðþrýstingi í lungnahringrásinni, þar sem þrengsli voru bæði í vinstri arteria og vinstri venae pul- monales. Auk þess voru þrengsli í arcus aortae, og er líklegt að þar sé að finna or- sökina fyrir hypertrofi á vinstri ventriculus. Þar að auki var allt vinstra lunga saman- þjappað og loftlaust, sem hefir i för með sér enn meiri þrýst- ingshækkun í lungnahringrás- inni. Til aðgreiningar á verk við hypercyanotisk angina frá an-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.