Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ
GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG
LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR
Aðalritstjóri: ÓLAFUR BJARNASON. Meðritstjórar: ÓLI
HJALTESTED (L. í.) og ÓLAFUR GEIRSSON (L. R.)
41. árg. Reykjavík 1957 3. tbl.
f
Thcódór A. Mathiesen, læknir
Hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu þ. 18. jan. sl. Þrátt
fyrir margra ára lieilsuleysi og
þótt liann hefði ekki getað sinnt
læknisstörfum síðasta árið, sem
liann lifði, enda lengstum verið
sj úklingur á spítala, þá varð að-
standendum hans, vinum og
sjúklingum það sár vonbrigði
hve sviplega liann féll frá á
bezta aldri. Þeir væntu þess
staðfastlega að hann kæmist
aftur til starfsins eins og svo
oft áður.
Theódór Árni, en svo hét liann
fullu nafni, var fæddur í
Reykjavík 12. marz 1907. For-
eldrar hans voru Matthias skó-
smiður Mathiesen og kona lians
Arnfríður Jósepsdóttir. Hann
varð stúdent frá Menntaskólan-
um i júni 1928 og lauk kandi-
datsprófi frá Háskóla Islands í
júní 1934. Að afloknu prófi
sigldi hann ti] Danmerkur til
framhaldsnáms og vann þar á
sjúkrahúsum í 4 ár, lengst af á
Sct. Josefs spítala i Randers, 2
ár samfleytt. Var hann þar að-
stoðarmaður í sérfræðingadeild
spítalans fvrir liáls- nef- og
eyrnasjúkdóma. Að loknu námi
þar, vann hann um tíma á sams
konar sérfræðideild i Charité