Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 45 því 200 krónur á mánuði. Þótt slíkt séu öfgar og senni- lega einsdæmi, er leiga í ýmsum liinna nýrri liúsa mið- bæjarins orðin æfintýralega há. Menn, sem talað liefur verið við og ættu að vita hezt skil á þeim efnum, fullyrða að verzl- unarhæð í stórhýsi við Mikla- torg myndi leigjast allt að því eins vel og beztu verzlunarhús- næði í miðbænum. Hafi þeir rétt fyrir sér, sem ég þori ekki að dæma um, er óneitanlega fenginn fjárhagsgrundvöllur undir rekstur hússins, jafnvel svo, að það geti að einhverju leyti hyggt sig sjálft, enda þarf það svo að vera. Fvrirtæki sem þetta verður að bera sig og helzt að gefa einlivern arð. Húsa- meistarinn, sem við höfum mest rætt við um bvgginguna, telur sjálfsagt, að hún verði borin uppi af súlum. Á þann veg er hægt að hyggja fyrstu hæðina sem samfelldan geim, er síð- an má hólfa í sundur eftir þörfum og smekk þeirra, sem bezt gera tilboðin og heppi- legast þykir að taka sem leigj- endur. Ég minntist á það við einn af okkar mestu fjármála- mönnum hvort ekki væri alltof áliættusamt fvrir læknana og læknafélögin að leggja út í að hyggja stórliýsi á þessum stað, ef svo færi, að okkur hæri upp á sker fjárhagslega. Hann taldi það ekki koma til greina, því að ef við gæfumsl upp og neyddumst til að hætta við bygginguna, yrðu nógir til að kaupa af okkur á hærra verði en næmi því, sem í hana liefði verið lagt. Það blandast víst engum hug- ur um hve ómetanlegt það væri fyrir læknasamtökin að eignast sitt eigið hús, þar sem læknarnir gætu komið saman hvenær sem þeim dytti í hug, haldið fundi og samkomur, rætt áhugamál sín, skemmt sér þegar svo hæri undir og átt greiðan aðgang að öllum helztu læknaritum og úr- valshókum um læknisfræði og önnur efni. Á þennan hátt myndu skapast meiri kynni með læknunum en nú er. — Þau þyrftu að verða meiri og hetri en þau liafa verið hingað til. Menn með sömu menntun þurfa að umgangast sem mest. Á þann hátt geta þeir fræðst hver af öðrum og fengið uppörfun í störfum sínum. Þeir tímar, sem við lifum, bera það einnig í skauti sínu, að stéttirnar þurfa að standa saman sem einn mað- ur, eigi þeim að vegna vel. Læknarnir þurfa ekki síður á samheldni að halda en aðrar stéttir. Veigamesta skilyrði þess er, að þeir séu vinir og góðir félagar. Revkjavíkurlæknarnir munu flevta rjómann af öllum þeim gæðum, sem domus medica hefði að hjóða. En aðrir læknar gætu einnig átt þar þýðingar- mikið athvarf. Húsnæðisskorl-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.