Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 39 ingar!) kjrnnu að geta valdið aukinni tíSni æxlissjúkdóma hjá börnunum. Enn fremur var m. a. athugaS, livort kemoterapeu- tica eSa antibiotica gefin börn- unum gæti valdiS aukinni tíSni æxlissj úkdóma. Það kom í ljós, er fariS hafSi veriS nákvæmlega yfir sögur 547 barna, er látizt liöfSu, og jafnmargra frískra barna á sama aldri og úr sama um- liverfi, aS verulegur munur var á tíSni antenatal röntgenrann- sókna i fyrri hópnum saman- horiS viS þau siSari. Af „æxlisbörnunum“ höfSu 85 orSið fyrir geislun í móður- lífi i sambandi við röntgenrann- sókn á kviði móSurinnar, en aS- eins 45 af samanburSarbörnun- um. Um aSrar umhverfisaS- stæður kom ekki við rannsókn- ina fram neinn munur á hóp- unum tveim. Af þessum 547 börnum höfðu 269 látizt úr livítblæði, en 278 úr öðrum illkynja æxlum. I þeim hópi er áberandi munur einkum livað snertir æxli í nýr- um og nýrnahettum, en þar höfðu 19 börn orðið fyrir geisl- un í sambandi við röntgenrann- sókn á móðurinni, en tilsvarandi „samanburSar“- eða líkinda- tala er 6 börn úr lieilbrigða hópnum. Ekki eru fyrir liendi upplýsingar um, hversu mörg börnin meS nýrna- og nýrna- hettu æxlin voru, svo að ekki verður dregin nein á- lyktun af þessum tölum önn- ur en sú er samanburð- artölurnar benda til, en þar var lilutfallið t. d. hvað snertir æxli í lieila eða mænu 11:9, eða allmiklu lægra. Höfundarnir vilja ekki draga neinar ályktanir af niðurstöð- um sínum ennþá, en benda á, að varla geti verið um lireina tilviljun að ræða; til þess sé munurinn á hópunum of mikill og sami’æmið í öðrum atriðum of gott. Séu nú niðurstöður þessar í- hugaðar ásamt öðru því, sem nú er birt um geislunaráhrif, svo og það, að við venjulega grind- armælingu á ófrískri konu getur magn röntgengeisla, er liittir kynkirtla fóstursins orðið 2.5 r eða meira, (11), þá er Ijóst, að fyllstu varúðar ber að gæta við hverja notkun röntgengeisla hjá ungbörnum og ófrískum kon- um. Þá er að gera sér nokkra grein fyrir, hversu mikið geisla- magn má telja hættulaust, og livar eigi að setja takmörkin. Samkvæmt nýlega gerðum rannsóknum er daglegt geisla- magn það er líkaminn verður fvrir nú hin síðari ár ca 0.003 r, eða ca 0.02 á viku. Er þar talin geimgeislun, jarðgeislun, geislun frá samsætum (ísótóp- um) í líkamsvefjum og lítils- liáttar aukin geislun í lofthjúpi jarðarinnar sökum kjarnorku-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.