Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 20
46 L Æ K N A B L A Ð I Ð urinn er dragbítur á öll okk- ar samskipti og allt okkar sam- starf. Við erum á eilifum hrak- liólum með fundarhöld okkar og samkomur. Vitum, sem sagt, aldrei okkar samastað. Þetta er hálf ömurlegt og ekki sæmandi stéttinni að bajrgast á ann- arra greiðvikni og vorkunn- semi. Og síst er það til þess fallið að vekja virðingu sam- borgaranna, sem eiga erfitt með að skilja að læknarnir skuli ekki vera þess umkomnir að eiga, sameiginlega, þak yfir höfuðið. Sú kynslóð liér á landi, sem nú er orðin miðaidra og þar yfir, hefur unnið mikið starf. Ýmsar stéttir, félög og einstakl- ingar, hafa lyft ótrúlegum grettistökum á þessari öld. Það er eklci unnt að hera læknunum það á hrýn, að þeir vinni ekki. Flestir vinna þeir mikið og meira en góðu hófi gegnir. Ýms- ir í þeirra liópi hafa einnig lyft grettistökum, þó að við, sein höfum lifað og lifum meðal þeirra, gerum okkur ekki eins grein fvrir því og vert væri. Við eigum að láta domus medica risa, sem óbrotgjarnan minnisvarða þeirrar læknakyn- slóðar, er lifði eitt glæsilegasta framfaratímabil í sögu íslenzku þjóðarinnar. Það sé okkar sameiginlega grettistak. Tákn samhéldni og stórhuga stéttarinnar. Aðalfundiir Lækua- íélagsi Reykjavíkur 1957 Aðalfundur L. R. var lialdinn miðvikudaginn 13. marz 1957. Formaður skýrði frá störfum félagsins og voru lielztu atriði í skýrslu hans þessi: „Félagatala í byrjun starfs- árs 1956 var 140 en 160 í lok starfsársins. 26 nýir félagar liöfðu bætzt við, 4 flutzt af félagssvæðinu og 2 iátizt, þeir Kjartan lÖlafsson augnlæknir og Tlieódór Mathiesen. Haldnir voru 7 almennir fundir og 4 aukafundir. Á fundum þessum voru flutt 13 fræðsluerindi, þar af 6 flutt af útlendingum. Stjórn og meðstjórnendur héldu 14 fundi á árinu, þar voru afgreidd ýms félags- og hagsmunamál. Á starfsárinu tókst að útvega 7 lejdi til hifreiðakaupa, þar af voru 5 ítölslv. Ekki tókst að útvega 4 læknum leyfi fvrir l)if- reiðum, sem þeir gætu unað við. Samkvæmt tilmælum land- læknis var tilnefndiir maður frá félaginu í nefnd, sem starfar á vegum heilbrigðis- stjórnar, og gera skal tillögur um takmörkun ávísana á deyfilj'f. Félagsstjórn valdi dr. med. Óskar Þ. Þórðarson í nefnd þessa.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.