Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 11
L Æ K N A B L A Ð I Ð 37 þessum lindum er margfalt meiri en frá venjulegum rönt- gentækjum, eða svarar til geisl- unar frá röntgengeislalind með um 3 milljóna volta spennu. Geislavörnin þarf því að vera margfalt öflugri; t. d. þarf í eins metra fjarlægð frá 1 mg af radíum 5 mm þykka blýplötu til þess að ekki stafi liætta af geislun. Um samsæturnar (ísó- tópana) gilda ekki alveg jafn einfaldar reglur við mælingu geislamagns, þar sem taka þarf tillit til svonefnds helmingunar- tíma þeirra o. fl„ en í raun þarf þar ákaflega mikillar varúðar við, ekki siður en við radíum. Beta-geislar og pósitróngeisl- ar hafa mjög litla „smygi“ og þýðing þeirra í sambandi við geislavarnir þvi minni en gammageislanna. Þá her að hafa í huga þýðingu þessara el- ektrónugeisla í sambandi við áð- ur nefndar framhaldsgeislanir í vefjum eftir að röntgengeislun er hætt. Eins geta neutron-geisl- ar, sem eru óhlaðnar vetniseind- ir, smogið alldjúpt og valdið elektróngeislun inni í frunium. Eins og þegar liefir verið drepið á, hefir jónandi geislun lifeðlis- (hiologisk) álirif. Menn greinir á um einstök atriði i or- sakakeðjunni, en allt bendir til að frumgeislunin, er hittir vef- ina, geri einstakar mólekúlur í vatnsfasa frumanna og milli- frumuvökvanum geislavirkar og valdi þannig keðjuáhrifum, sem fyrst og fremst eru fólgin í klofningu vatnsmólekúla í geislavirka jóna, sem síðan geti raðað sér saman á ýmsan hátt og truflað innri efnaskipti frumanna, einkum livað snertir amínósýrur og livatakerfi. Þýð- ingarmest er þó í þessu sam- handi að gera sér grein fyrir, að öll jónandi geislun hefir þá eiginleika, að áhrif hennar hrúg- ast upp (kumulerast); þ. e., á- kveðið geislamagn getur valdið hreytingum í frumum og líf- færum, er lialdast alla ævi, enda þótt ekki komi til neinna áhrifa af geisluninni í fyrstu. Áhrif margra smárra geislaskammta geta þannig valdið alvarlegum likamstruflunum löngu eftir að geislunin átti sér stað; til eru dæmi þess, að lítill, út af fyrir sig alsaklaus geislaskammtur, gefinn mörgum árum eftir fyrri geislun, hefir valdið mjög al- varlegum skemmdum, og jafn- vel banvænum. Áhrif þau af margendur- tekinni lítilli geislun á lieil- hrigðan líkama, sem auðveldast er að greina, og þvi kunn- ust, eru hrevtingar á húð, blóð- frumum, eistum og eggjastokk- um. Húðhreytingarnar fara eftir geislamagninu; fyrstu breyting- ar, sem vart verður, eru oft súbjektivar: nálardofi og sviði þá koma sjáanlegar hreytingar hárlos, roði, siðar pigmentatio,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.