Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 9
L /I: K N A B L A Ð IÐ 35 BmLL an . Dálítil hugvekía uni röntgengcisla og geislunarhœttur Með síaukinni notkun rönt- gengeisla og annarra geisla- virkra efna við greiningu og meðferð sjúkdóma, við vísinda- og tæknistörf, svo og vegna auk- innar geislunar af kjarnspreng- ingum stórveldanna og aukinni þekkingu á svonefndri geim- geislun og eðli hennar, hefir á siðari árum skapazt nýtt við- liorf til áhættu þeirrar ýmis konar, sem samfara er geislun. Það er alkunna, að jónandi geislun i stórum skömmtum veldur óhætanlegum skemmd- um á öllum lifandi vef, enn fremur eru „additions“-áhrif röntgengeisla i minni skömmt- um löngu þekkt, enda þótt enn sé deilt um lífeðlisorsakir þeirra í liinum nákvæmari atriðum. Annar þáttur, smátæk álirif geislavirkra efna á erfðir, hefir verið mikið ræddur og rann- sakaður nú hin síðari ár, og enda þótt niðurstöður þeirra at- hugana eigi enn langt í land, þá hefir þegar ýmislegt komið i ljós, sem er svo alvarlegs eðlis, að full ástæða er lil að gefa því gaum. Á það einnig erindi til lækna liérlendis, sem margir starfa daglega við gegnljrsingar og jafnvel myndatöklir úti í hér- uðum með að vísu litlum, en þó alls ekki hættulausum tækj- um. Hér mun ekki reynt að gefa neitt tæmandi yfirlit né full- komið yfir geislavirk efni eða geislunarálirif, en bent skal á lestrarefni í þeim greinum (1, 2, 4, 7, 9). Einungis verða rifjuð upp aðalatriði og loks bent á nokkrar þær einföldustu varúð- arráðstafanir, sem sjálfsagt er að fylgja við geislastörf, þótt í tiltölulega smáum stíl séu. Það, sem einkennir jónandi geislun er hæfnin til að jóna, þ. e. kljúfa sameindir (mólekúl) í geisluðu lofti og föstu eða fljótandi efni í rafhlaðnar eindir. — Að öllum likind- um myndast slikar eindir ekki síður við geislun á föstum hlutum og vökvum en við loft- geislun. Lífeðlisáhrif geislunarinnar munu beinlínis eða óheinlínis háð slíkum jónunum í frumu- og millifrumuvökva, auk „geislamögnunar“ (aktiviser- ingsprocessa), eins konar keðju- áhrifa, sem þó eru ekki full- komnar jónanir, lieldur senni- lega sýring (oxidering) er að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.