Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 8
34 LÆKNABLAÐIÐ Krankenhaus í Berlín. Hann fékk alm. lækningaleyfi í febr- úar 1939 og var viðurkenndur sérfræðingur í liáls- nef- og eyrnasjúkdómum í apríl sama ár. Settist liann þá að í Hafn- arfirði og stundaði þar almenn- ar lækningar með sérgrein sinni til dauðadags. Fyrstu árin, sem Theódór stundaði hér lækningar, hafði hann opna lækningastofu i Keflavik, 2 daga í viku. Hygg ég að hann hafi þá ekki húizt við nægu verkefni fyrir sig hér í Hafnarfirði til að hvrja með og vitað sem var, að það yrðu mikil þægindi fyrir suðurnesjahúa að fá þangað lækni í hans sér- grein. En það sýndi sig brátt, að starfið var meira en hann hafði ætlað. Stuðlaði að því jöfnum höndum góð menntun og hæfni ásamt aðlaðandi fram- komu. Það varð líka raunin á, að fyrir jafn samvizkusaman lækni eins og Theódór var alla tíð, þá varð lionum þetta ofraun. Hann varð að hætta þessum suðurferðum eftir rúm 2 ár, og liygg ég, að heilsa lians liafi aldrei borið þess bætur, hve mikið hann lagði að sér þenn- an tíma. Svo mikið er víst, að eftir þetta var hann oftsinnis frá starfi vegna sjúkleika og oft sjúklingur á sjúkrahúsum hæði innanlands og utan. Theódór var gjörvilegur i sjón, ósérhlifinn og samvizku- samur i starfi og framkoma öll mjög aðlaðandi. Hann var þvi mjög ástsæll af sjúklingum sín- um og raunar öllum þeim, sem nokkur kynni höfðu af honum. Flestar þær aðgerðir í sérgrein hans, sem ekki voru brýnt að- kallandi, biðu sjúklingar hans með, er liann var veikur, þar til hann gat aftur tekið til starfa; svo ánægðir voru þeir með verk hans. Þegar hann kom heim eft- ir framhaldsnám sitt utanlands, þá gerðist liann aðstoðarlæknir minn um tíma. Var samstarf okkar mjög náið alla tíð. Hann var alltaf reiðuhúinn til að að- stoða mig á spitalanum, hvort heldur var að nóttu eða degi og var gott að njóta aðstoðar hans. Áreiðanlega hefur hann þó oft verið lasinn þó ekki bæri á því og maður af sérgæðingsskap ekki veitti því þá athvgli sem skyldi. Theódór kvæntist Júlíönu Sig- ríði Sólonsdóttur þ. 22. apríl 1935 og varð þeim þriggja barna auðið. Konan og Iieimilið var hans sterka stoð og athvarf enda var heimilislifið til fyrirmyndar. Heimilið og læknisstarfið áttu hug lians allan, flest annað lét hann sig litlu skipta. Jarðarförin fór fram 25. jan. að viðstöddu miklu fjölmenni þrátt fyrir rnjög óhagstætt veð- ur, enda var þá verið að kveðja góðan dreng og góðan lækni. Bjarni Snæbjörnsson,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.