Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 12
38
L Æ K N A B L A Ð IÐ
þá blöðrumyndun og vessun
(exsudatio), loks brunasár, sem
gróa illa, eða ekki. Það liefir að
visu verið talið, að talsvert
geislamagn þurfi til þess að
valda alvarlegum, ólæknandi
breytingum, en þó er talið full-
víst, að 0.5—5 r á dag, eða jafn-
vel minna magn, geti á tiltölu-
lega skömmum tíma valdið hár-
losi, roða og jafnvel pigment-
atio.
Áhrif geislunar á blóðið virð-
ast að mestu vera á leucopo-
iesis, og þá yfirleitt letjandi, en
einnig sjást hvítblæðisj úkdóm-
ar, er stafa af geislun. — Svo
virðist af víðtækum rannsókn-
um (7) sem jafnvel 0.05 r á dag
geti á nokkrum tíma valdið
greinilegum breytingum á blóð-
myndinni enda þótt þær breyt-
ingar séu venjulega þess eðlis
að þær hverfa aftur að nokkr-
um tíma liðnum, þegar geislun
er hætt.
Við geislun á kynkirtlum með
300—600 r i einum skammti
fæst ævarandi eða a. m. k. lang-
varandi ófrjói (sterilitet) en
skemmra af minni skömmtum.
Önnur áhrif, sem e. t. v. eru
þýðingarmeiri, eru arfeinda-
(genetisk) áhrif smáskammt-
anna á einstakar frumur. Geisl-
unin veldur, sennilega með jón-
un i arfeindunum, stökkbreyt-
ingum, sem enn liafa ekki verið
fyllilega rannsakaðar lijá mönn-
um eða æðri dýrum, enda þar
aðeins liægt að leiða getum að,
unz séður verður árangur af til-
raunum á margar kynslóðir
spendýra, eða á mannkyninu
sjálfu, að nokkrum kynslóðum
liðnum.
Allar þær athuganir, sem
liingað til hafa verið gerðar,
benda þó eindregið til þess, að
gæta verði hinnar mestu varúð-
ar við geislun og geislameðferð,
og að skammtar þeir, er fyrr
bafa verið taldir liggja innan
iiættulausra marka, séu hvað
snertir arfeindaáhrifin, of ríf-
lega tilteknir. Hér skal aðeins
stuttlega drepið á eina athugun,
sem nýlega hefir verið gerð i
Englandi, og virðist sýna, að
„diagnostiskir“ skammtar geta
undir vissum kringumstæðum
valdið tjóni á næstu kynslóð.
(10).
Sem stendur fer fram í Eng-
landi rannsókn á „umhverfisað-
stæðum“ 1500 barna, er létust
árin 1953—1955 úr hvítblæði
eða öðrum æxlissjúkdómum
fyrir 10 ára aldur. Rannsókn
þessari er ekki nærri lokið, en
birt hefir verið nýlega greinar-
gerð um 547 þessara tilfella.
Eftir „happa- og glapa-aðferð“
liafa verið valin jafnmörg frísk
börn á sama aldri og m. a. gerð-
ur samanburður á „sjúkrasögu“
mæðranna á meðgöngutiman-
um. 1 þessari fyrstu rannsókn
hefir verið lögð áberzla á að fá
vitneskju um, hvort röntgen-
rannsóknir á kvið (grindarmæl-