Læknablaðið - 01.06.1957, Blaðsíða 10
36
LÆKNABLAÐIÐ
lengri eða skemmri tíma liSnum
veldur truflunum á lífrænum
skiptum í einstökum líffæra-
kerfum eða líkamanum sem
heild.
Hér mun ekki reynt að fara
nánar út í reikning þann, er
sýnir breytingu geislaorkunnar
í efnisorku, né heldur mæling-
araðferðir, heldur skal einungis
drepið á grundvallaratriði
geislaeðlisfræðinnar að svo
miklu leyti, er þáu varða eftir-
farandi mál.
Geislunarmagn er mælt í rönt-
geneiningum: eitt r hefir verið
ákvarðað það magn, sem svar-
ar til ca 2 billjóna rafvirkra
jónasamstæðna á hvern rúm-
sentimetra lofts. — Telji mað-
ur nú að frumur líkamans séu
frá 10-7 mm3 upp í 10-5 mm3
að stærð, þá táknar þetta, að
hvert r, sem nær að síast inn í
líkamsfrumu, veldur þar frá
200 upp í 20000 jónunum, auk
hugsanlegra eftirfarandi keðju-
áhrifa!
Geislavirkir ísótópar (sam-
sætur) eru mældir i curie-ein-
ingum: eitt millicurie táknar
þannig, að í efninu verða 3.7X
107 jónanir á sekúndu, en það
er jafnmikið og geislunaráhrif-
in frá milligrammi af radíum á
sama tíma.
Geislun sú, er liér um ræðir,
getur verið a) rafbylgjugeislun:
rön tgengeislar; gammageislar;
1») efnisgeislun: elektron- eða
neutrongeislar. Röntgengeislar
eru sama eðlis og ljósgeislar,
aðeins er bylgjutíðni þeirra á-
kaflega miklu skemmri. Eðli
þeirra, að síast gegnum fasta
hluti, „smygi“ (penetratio), eða
harka, eykst með hækkandi
spennu í orkugjafa þeim, er
framleiðir þá. Þannig þarf við
45 kílóvolta spennu í orkugjaf-
anum 0.5 mm þykka blýþynnu
til þess að verjast þeirri geislun
í eins metra fjarlægð frá geisla-
lindinni, sem til lengdar væri
hættuleg. Við 85 kílóvolta
spennu þarf tilsvarandi blý-
þynna að vera 2 mm að þykkt
o. s. frv. — Til gamans má geta
þess, að 2 mm blýþynna svarar
í þessu sambandi til ca 2 metra
þvkks viðarbols eða 13 cm
þykks steinsteypuveggj ar.
Efni, sem verður fvrir rönt-
gengeislun, sendir aftur frá sér
röntgengeisla, sem hafa minni
orku, en að öðru leyti nákvæm-
lega sömu eiginleika. Þannig
getur sjúldingur verið talsvert
geislavirkur eftir röntgenrann-
sókn, er útlieimt hefir margar
„exponeringar“ eða eftir meðal-
langa gegnlýsingu. Auk þess
myndast í geisluðu efni elektr-
ongeislar, sem geta haldizt á-
fram um nokkurn tíma í líf-
rænum vef, eftir að frumgeisl-
inn liefir verið numinn burtu.
Gamma-geislar eru sama eðl-
is og röntgengeislar og eru að-
alstofninn í geislunum frá radí-
um og geislavirkum samsætum
(isótópum). „Smygi“ þeirra frá