Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ 51 þessum veirum hefur ekki ver- ið leitað hér á landi, en telja má öruggt að þær séu hér sem annars staðar. Öðru livoru und- anfarið hafa fundizt í öndunar- færum sjúklinga veirur, sem enginn veit hvaða þýðingu hafa. Telja má víst, að næstu árin aukist ört þekking manna á veirusjúkdómum i öndunarfær- um og þar með vaxi þörf á rannsóknastofuaðstoð við grein- ingu þeirra. Annar floklcur veirusjúk- dóma, sem aðstoða má við greiningu á, eru ýmsir sjúkdómar í miðtaugakerfi. Tiltölulega handhægar að- ferðir til greiningar á mænu- sótt eru nú kunnar. Þótt að jafn- aði sé auðvelt að greina mænu- sótt, þegar faraldur gengur, koma þó fyrir sjúklingar í far- öldrum og einkum á milli far- aldra, þar sem æskilegt væri af kliniskum ástæðum að geta leit- að rannsóknastofuhjálpar. — Rannsóknastofuaðferðir liafa þó enn meiri þýðingu þegar hólu- sett er, til að athuga ónæmis- ástand fólks á tilteknum svæð- um á tilteknum tíma. Nauðsyn- legt er að mæla mótefni eftir hólusetningu, til að sjá hvort nægilegt ónæmi hefur fengizt með þessari aðferð eða hinni. Sömuleiðis er æskilegt að geta greint með vissu miðtaugakerf- issj úkdóma, sem fyrir koma í hólusettu fólki, til að sjá hvort þeir eru mænusótt. Bæði er, að nauðsvnlegt er að vita hve vel bólusetningin verndar gegn eig- inlegri mænusótt, vegna þess að bólusetja þarf betur, ef eitthvað vantar á fullt ónæmi. Einnig mundi bólusetningin ef til vill að ósekju missa traust almenn- ings, ef hinir og þessir sjúk- dómar í miðtaugakerfi bólusetts fólks væru ranglega greindir sem mænusótt. Herpesveirur og coxsackie- veirur valda bólgu í heila og heilahimnum. Báða þessa sjúk- dóma má oft á tíðum greina í rannsóknastofu með vírusein- angrun eða serologisku prófi. Svonefndar ECHO veirur finnast oft í saur manna. Þær virðast skyldar mænusóttar- veiru og á síðastliðnu ári gekk t. d. stór faraldur af meningitis í Vestur-Evrópu og Canada, sem ECHO veirur virðast hafa vald- ið. Þessi sj úkdómur var að visu fremur vægur en Ijóst er að sumar týpur af ECHO veirum valda oft sjúkdómum í mið- taugakerfi. Tiltölulega auðvelt er að greina þessa sjúkdóma með rannsóknastofuaðferðum. I þriðja og síðasta lagi eru nokkrar infektionir í húð, sem greina má með rannsókna- stofuprófunum, svo sem stóra- bóla. 1 Englandi tíðkast mjög fljótleg próf, sem í eru notaðar skorpur af grunuðum sjúkling-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.