Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 16
54 LÆKNABLAÐIÐ (JuLunLr Henediht; iinn Meningitis serosa Erindi flutt í L. R. í jan. 1957. Ileilahimnubólgu er venju- lega skipt i þrjá flokka. Einn þessara flokka er men- ingitis serosa, sem einnig er nefndur meningitis lvmphocy- taria eða benigna eða aseptica. t þessum sjúkdómi er mænu- vökvinn ekki mjög frumurík- ur, venjulega nokkrir tugir eða nokkur hundruð fruma i hverj- um rúm m.m. Alltaf er veruleg- ur liluti frumanna einkjarna og oftast mikill meiri hluti. Á bráðasta stigi sjúkdómsins get- ur þó stundum talsverður hluti frumanna verið fjölkjarna- frumur. Mænuvökvinn er oft- ast tær, stundum örlítið skýj- aður. Eggjahvítumagn mænu- vökvans er eðlilegt eða lítil- lega aukið. Sykurmagnið er eðlilegt. Þiýstingur mænu- vökvans er eðlilegur eða örlít- ið hækkaður. Engar hakteríur finnast i mænuvökvanum við smásjárskoðun eða ræktun. Orsakir: Venjulega stafar meningitis serosa af veirum. Getur þó einnig stafað af öðr- um sóttkveikjum. T. d. geta leptospira (icterohæmorrhag- ica, canicola og pomona) vald- ið meningitis serosa, og er hann lalinn fylgifiskur mb. Weili i 10% tilfella. Einnig má geta þess, að í- gerðir í nánd við heilahimnur, t. d. í miðeyra, proc. mast., sinus paranasales og heiia (ab- scess), og jafnvel syfilis, geta valdið ertingu á heilahimnum og aukningu á einkjarnafrum- um í mænuvökva. Loks má nefna, að við men- ingitis tuberculosa verður aukning á einkjarnafrumum i mænuvökva (en telst þó ekki til men. serosa). Meningitis serosa er skipt í tvo aðalflokka. Annar flokkurinn er menin- gitis serosa primaria, sem or- sakast venjulega af neurotrop- veirum og er heilahimnubólga aðaleinkenni sjúkdómsins. -— Horfur góðar og venjulega eng- in eftirköst. Hinn flokkurinn er menin- gitis eða meningo-encephalitis secundaria, sem er fylgikvilli ýmissa næmra sjúkdóma. Veir- urnar, sem honum valda, eru venjulega ekki neurotrop, heldur dermotrop eða viscero- trop. Encephalitis er þá oft á- berandi einkenni. Þær veirur, sem nú er vitað,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.