Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 19
L Æ K NABLAÐIÐ 57 Þetta er nýr flokkur veira, sem liefur fundizt í þörmum og saur manna. Echo-veirur valda sjúkleg- um breytingum á mannafruni- um og apanýrum í vefjarrækt- un. Áhrif þeirra eyðast ekki (neutraliserast ekki) af mænu- sóltar eða coxsackie mótefnum, og þær valda ekki sjúkdómum við innspýtingu i mýs. Áhrif þeirra evðast hins vegar af gammaglobulini og serum manna, sem liafa smitast af echo veirum. Nú eru þekktar ji. m. k. 13 tegundir af eclio veirum, sem hver um sig myndar sérkenn- andi mótefni. Sjö þessara teg- unda hafa fundizt í saur fólks með meningitis serosa, en hin- ar í heilbrigðu fólki. Nú eru taldar öruggar sann- anir fyrir því, að þcssar veirur valdi alloft meningitis serosa, enda hafa margir einangrað þær frá meningitissjúklingum, bæði úr saur og mænuvökva. Samfara sjúkdómnum jukust mótefni gegn viðkomandi veirustofnum. Þar með er stað- fest sambandið milli sjúkdóms- ins og veirunnar. Áð þvi er viðkemur einkenn- um skal þess getið, að i ritgerð, sem Karzon o. fl. birtu á fundi í Society of Pediatric Research árið 1956, töldu þeir líkur fyr- ir því, að echo veirur gætu valdið skammvinnum (tran- sient) ílömunum á vöðvum. Rétt er að fara nokkrum orð- um um sambandið milli mænu- sóttar-, coxsackie- og echo- veira. Þessar veirur finnast allar í koki og saur, og geta fundizt hæði i sjúku og heilbrigðu fólki. Þær finnast langoftast á sama árstíma, þ. e. sumar og liaust. Fyrstu coxsackie-veirurnar fundust í tveimur lömunar- sjúkl., og nokkrum sinnum hafa síðan fundizt coxsackie- og mænusóttarveirur samtímis í sama sjúklingi. Mótefnaaukn- ing gegn báðum veirunum hef- ur líka fundizt í slíkum sjúkl- ingum. Áður en coxsackie- og echo- veirur fundust, var talið, að öll tilfelli af meningitis serosa, sem fyndust í mænusóttarfar- aldri, stöfuðu af mænusóttar- veirum. Nú er sannað, að svo er ekki, og faraldrar af menin- gitis serosa eru stundum idandaðir. ,Þannig fara mænu- sóttar-, coxsackie- og echo- meningitis stundum saman í faraldri. í Málmey í Svíþjóð var t. d. blandaður iiolio- coxsackie echofaraldur haustið 1952. Byrjaði faraldurinn með cox- sackie meningitis, en lömunar- tilfelli náðu hámarki í síðari hluta faraldursins. Svipað tímasamband var í Stokkhólmi 1949 og 1950. Á Stokkhólms epidemisjulc-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.