Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 53 undanfarin ár. Nú er rætt um að hún geti ef til vill tekið að sér að verða miðstöð fvrir aðr- ar veirur, sem finnast í öndun- arfærum. Mætti þá senda víðs vegar að veirustofna, sem fund- izt liafa i öndunarfærum, og fá lijálp miðstöðvarinnar til að ganga frá fullri greiningu. Einnig hefur verið rætt um að rannsóknastofa prófessors P. Lépine á Pasteur stofnuninni í París taki að sér svipað hlut- verk hvað snertir mænusóttar- veirur og ef til vill aðrar veirur, sem valda sjúkdómum i mið- taugakerfi. Ef þetta kæmist í fulla framkvæmd yrði það mik- ill stuðningur fvrir minni rann- sóknastofur, sem hæta vilja greininguna hver á sínu sviði. Lögð var mikil álierzla á nauð- svn þess, að læknar, sem stunda kliniska vinnu og rannsókna- læknar, sem fást við greiningu veirusjúkdóma, liafi með sér samvinnu. Mundi það annars vegar leiða til þess að læknar, sem kliniska vinnu stuuda, ættu aðgang að sérfræðingum um veiru-infektionir og gætu leitað ráða hjá þeim. Einnig mundi slík samvinna liafa þann kost fyrir rannsóknalæknana, að þeir fylgdust þá betur með livaða sjúkdómar eru á ferðinni á hverju svæði fyrir sig á hverj- um tíma og einnig mundi hún trvggja, að þau sýnisliorn, sem þeir fá til rannsóknar væru skvnsamlega og lieppilega valin. Annars hefur oft viljað brenna við, að læknar liafa sent sj'nis- horn, sem gagnslaust er að leggja mikla vinnu í að rann- saka, vegna þess að þau eru illa valin eða óheppilega geymd. Það var mál allra að þar sem slík samvinna er komin á og starf rannsóknastofunnar kom- ið i þokkalegt liorf sé hið mesta gagn af þessari þjónustu. Heilbrigðisstofnunin og allir þátttakendur höfðu mikinn á- liuga á, að öll lönd reyndu að bæta greiningu á vírussj úlcdóm- um hvért lijá sér hið allra fyrsta og eftir því sem frekast eru föng á. Yafalaust er aðkallandi að hæta þessa þjónustu hér ó landi og að sumu leyti væri það sér- lega fróðlegl hér, vegna þess að sóttafar ýmissa veiruinfektiona er liér sennilega nokkuð frá- brugðið því, sem er í stærri, fjölmennari og þétthýlli lönd- um. Undanfarin ár hafa nokkrum sinnum komið upp sjúkdómar hér á landi, sem fróðlegt hefði verið að rannsaka eða rannsaka hetur en gert var.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.