Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 18
56 lÆKNABLAÐIÐ geta valdið alimörgum sjúk- dómsmyndum í mönnum, og má þar nefna meningitis ser- osa, pleurodynia, herpangina, svokallaða summer-gripp, sem líkist influenzu, og tliree-day- fever, sem einkennist af háum hita, miklum höfuðverk og myalgia. Meðgöngutimi (incubation) coxsackie sjúkdóma er 2—10 dagar, venjulega þrír til fimm dagar. Stundum fær sami sjúkling- ur tvær eða fleiri af þessum coxsackie sjúkdómsmyndum samtímis. Þannig fara t. d. stundum saman coxsackie me- ningitis og pleurodynia. Þetta mun þó fremur sjaldgæft. Aðaleinkenni við coxsackie sjúkdóma eru þessi: Vei'kir og stirðleiki í vöðv- um, sem eru mjög algengir, og geta verið í höfði, hálsi, hol eða útlimum, ýmist á takmörkuðu svæði eins og t. d. í pleurodynia eða sem alls herjar heinverkir. Hiti er eitt helzta einkennið, venjulega ekki mjög hár og stendur fáa daga. Oft fvlgja særindi i hálsi og stundum herpangina. Þá er meningitis serosa al- geng sjúkdómsmynd. Paresis á vöðvum af völdum coxsackie veira liefur verið lýst í nokkrum sjúklingum. Þessar lamanir hafa venjulega ekki verið útbreiddar, eða valdið mikilli starfstruflun, og ólik- legt er talið, að coxsackie veir- ur geti valdið útbreiddum mænulömunum (lower motor neuron paralj7sis). Ekki hefur verið gengið úr skugga um, hvort þær sjúklegu vefjahreytingar, sem lágu að haki þessum ílömunum, væru myositis, neuritis eða myelitis. Enn fremui' er erfitt að útiloka, að mænusótlar- og coxsackie- veirur hafi farið saman i þess- um tilfellum, því að þessar veirur Iiafa stundum fundizl samtímis hjá sama sjúklingi. Ég ætla ekki að lýsa nánar einstökum sj úkdómsmyndum af völdum coxsackie-veira, heldur aðeins coxsackie-men- ingitis. Kliniskt er ekki hægt að greina coxsackie-meningitis frá mænusótt án lömunar eða meningitis serosa primaria af öðrum orsökum. Sumir cox- sackie-sjúklingar eru lítið veik- ir, liafa hita, höfuðverk og uppköst, eru ef til vill drunga- legir, en ekki linakkastífir. Þetta er sama sjúkdómsmvnd- in og poliomyelitis aparalytica án meningitis einkenna (ahor- tiva formið). Hinn eiginlegi coxackie-meningitis líkist hins vegar nákvæmlega poliomyel- itis aparalytica með menin- gilis einkennum. 3. Echo-meningitis. Echo- veirur er stytting úr enteric cvlopathogen human orphan veii'ur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.