Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 17
L Æ K N A B L A tí I Ð 55 að valdið geta meningitis ser- osa primaria, eru þessar: Mænusóttarveirur, Coxsackie-veirur, Echoveirur, Choriomeningitis (lvmpli- ocytaria) veirur, Herpes simplex veirur, Hettusóttarveirur, Apc-veirur. Auk þess er rétt að geta þess, að hinar ýmsu tegundir af en- cephalitis, geta í byrjun sjúk- dómsins líkzt meningitis ser- osa, og annað slagið koma fyr- ir abortiv form af encephal- itis, sem erfitt er að greina kliniskt frá meningitis serosa, og mænuvökvabrevtingar geta verið svipaðar. Skal nú víkja nánara að hverjum þessara flokka af meningitis serosa primaria. 1. Mænusótt án lömunar er einn flokkurinn af meningitis serosa. Einkenni og mænu- vökvabrevtingar líkjast menin- gilis af völdum annarra neuro- trop veira. Til skamms tíma var meningitis serosa langoft- ast talinn stafa af mænusóttar- veirum, en á síðustu árum hafa fundizt margar veirur, sem nú er sannað, að einnig geta vald- ið þessum sjúkdómi. 2. C.oxsackie-meningitis. Cox- sackie-veirur fundust fvrst árið 19J7. Voru þær einangraðar úr saur tveggja barna i þorpinu Coxsackie í NeW York fvlki i Bandaríkj unum. Síðan hefur fundizt mikið af coxsackie-meningitis víða um heim. Coxsackie-veirur hafa þann eiginleika að sýkja nýfæddar mýs og hamstra, en geta vfir- leitt ekki sýkt þessi dýr, eftir að þau eru 7 daga gömul. Coxsackie-veirum er skipt í A og B flokk eftir þeim vefja- breytingum, sem þær valda í nýfæddum músum. Stofnar af A flokki vaxa að- allega í þverrákóttum vöðvum músanna og' valda miklum mvositis. Stofnar af B flokki valda hins vegar breytingum í hjartavöðva, lifur, fitu og miðtaugakerfi, en valda fæstir myositis. Talið er, að coxsackie- veirur berist inn í mannslík- amann gegnum nef, kok eða þarma. Þær má einangra úr koki fyrstu daga sjúkdómsins og saur a. m. k. tvær fyrstu vikurnar. Einnig hafa þær fundizt i mænuvökva og blóði. Smitunarmáti: Veirurnar Ijerast með saur, menguðum hlutum, úða frá koki sjúklinga og heilbrigðra smitbera. Al- gengt er að heilar fjölskyldur smitist, og ekki mjög sjald- gæft, að fleiri en einn sýkist í sömu fjölskvldu. Allmargir hafa smitast og sýkzt á rannsóknastofum við veirurannsóknir. Einkenni: Það er nú full- sannað, að coxsackie veirur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.