Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 59 blóð, geta borið veikina til manna. Smitið berst sennilega ekki oft frá manni til manns, en þó hefnr það fundizt í nef- koki og þvagi manna. Flest sjúkdómstilfelli má rekja til snertingar við mýs, og veikin er algengust meðal fólks, er vinnur á rannsókna- stofum. Smitið berst með þvagi og ef til vill saur mús- anna. Eitt dæmi er nefnt, þar sem sterkur grunur er um, að smit hafi borizt frá móður til barns gegnum placenta, en annar möguleiki er sá, að barnið hafi smitast af þvagi móðurinnar í fæðingunni. Þessar veirur geta valdið hreinum meningitis, en einnig encephalomyelitis. Tveggja dauðsfalla er getið af völdum sjúkdómsins. 5. Herpes simplex veirur geta valdið meningitis serosa, en þær geta líka valdið heiftar- legum encephalitis og enceph- alomyelitis, þótt ekki séu mörg skráð dauðsföll. Þessar veirur eru sjaldgæf orsök til meningitis serosa. Stundum fvlgja herpes ein- kenni á liúð, en þau fundust t. d. ekki í þeim dauðsföllum, sem skráð eru af völdum herp- es encephalitis. Það verður að liafa í huga, að herpes veirur eru mjög út- breiddar, og dulinn herpes blossar oft upp í sambandi við bráða sjúkdóma, t. d. lungna- bólgu. Það er þvi engan veg- inn öruggt, að meningitis stafi af lierpes veirum, þótt sjúkl- ingar fái herpes einlcenni á húð samfara meningitis sei'osa. 6. APC-veirur. APC-veirur er skammstöfun á adenoid- pharyngeal-conjunctival veir- ur. Þær fundust árið 1953, og nú hafa fundizt á annað hundr- að stofnar víða um heim. Flest- ir hafa fundizt í koki og con- junctiva, en 13 í saur. Með neutraliserandi mótefnum er nú hægt að aðgreina 17 teg- undir af APC-veirum, en com- plement bindandi mótefni eru sameiginleg fyrir allan flokk- inn. APC-veirur valda sjúklegum breytingum á heilbrigðum þekjufrumum úr manni, HeLa frumum( sem eru illkynja þekjufrumur, cervix-carcino- ma, sem Gey tók úr konu 1951 og síðan hafa vaxið in vitro og verið sendar víða um heim), apanýrnafrumum og barka- þekju úr kanínum. Ekki hefur enn tekizt að rækta þessar veirur í tilrauna- dýrum eða hænueggjum, en hins vegar hefur tekizt að sýkja menn með þeim í tilranna- skvni. APC-veirur geta valdið ýms- um sjúkdómum, eru t. d. al- geng orsök kvefs og pharyngit- is, og geta auk þess valdið me- ningitis og lungnabólgu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.