Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 12
50 LÆKNABLAÐIÐ influenzu er orðið tiltölulega auðvelt að greina og að rann- sóknastofuaðferðir til þess eru fremur einfaldar og áreiðanleg- ar. Alþjóðasamvinna um influ- enzu-rannsóknir, sem Heilbrigð- isstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gengizt fyrir undanfarin 7 ár, hefur þegar fært ákaflega mikilvægar upplýsingar um sóttarfar influenzu. Þótt þær rannsóknir hafi sjaldnast kom- ið influenzusjúklingum eða læknum, sem þá liafa stundað, að haldi hafa þær þó eigi að sið- ur verið mjög mikilvægar og gagnlegar. Má segja, að nú sé farið að grilla í undirstöðuat- riði sóttarfars influenzu vegna þessara rannsókna. Annar sjúkdómur í öndunar- færum, sem aðstoða má við greiningu á, er „atypisk“ eða „vírus pneumonia“. Agglutinationspróf með rauð- um hlóðkornum eða sérstakri tegund keðjusýkla koma að haldi við sumar tegundir veiru- lungnahólgu. Þessar rannsóknir hafa verið gerðar hér á landi nokkur undanfarhi ár, og hafa stundum komið að haldi. 1 þriðja lagi er psittacosis. Nær alls staðar þar sem leitað hefur verið að psittacosis sýk- ingum eða ornithosis, sem stundum er kallað nú orðið, hef- ur fundizt talsverður slæðingur af þeim hæði frá psittacin fugl- um en einnig frá öðrum fugla- tegundum. Hér á landi væri nauðsvnlegt að geta greint psittacosis í fólki, einkum þeg- ar nú hefur verið aflétt banni við fýlungatekju. Má vænta þess að eitthvað af fólki taki psitta- cosis á næstu árum, þótt ekki ætti það að þurfa að verða hættulegt, ef greining og með- ferð verður í góðu lagi. „Q fever“ er fjórði öndunar- færasj úkdómurinn, sem aðstoða má við greiningu á. „Q fever“ er allúthreiddur i ýmsum ná- grannalöndum okkar, þó ekki á Norðurlöndum. Þar sem hann er á annað horð, finnst liann venjulega í fólki, sem hirðir sauðfénað eða nautpening eða fæst við slátrun þeirra, enda finnast veirurnar í líffærum þessa húpenings. Ef til vill er fremur ólíklegt að „Q fever“ komi fyrir liér á landi, en þó væri sjálfsagt að hafa gætur á því, ef hér yrði tekin upp rann- sóknastofugreining á veirusjúk- dómum. I fimmta og siðasta lagi eru svokallaðar APC veirur. Þær valda allþungri augnhimnu- hólgu, kverkabólgu og sennilega katarrh og bólgu neðar í önd- unarfærum. Þessar veirur virð- ast vera mjög útbreiddar og sums staðar valda þær slæmum faröldrum einkum í hörnum og unglingum og vekja þá augn- himnuhólgufaraldrarnir sér- staka eftirtekt. Slíkir faraldrar hafa komið fyrir víða t. d. í Bandaríkj unum og Svíþjóð. Að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.