Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 14
52 I.ÆKNABLAÐIÐ um og fæst úr því skorið lnnan 24 tíma hvort variola eða eitt- hvað annað veldur húðskemmd- um. Bretar telja að próf þetta veiti ómetanlegan stuðning, enda veltur mj ög mikið á að greining stórubólu sé örugg frá uppliafi, vegna þeirra umfangsmiklu sóttvarnarráðstafana, sem gerð- ar eru ef hún kemur upp. Herpes á húð er að jafnaði mildur kvilli, sem ekki er á- stæða til að beita umsvifamikl- um rannsóknastofuaðferðum við. Þó getur það komið fyrir og við herpessýkingar má beita öruggum rannsóknastof uað- ferðum, ef þurfa þykir. Hér skal ekki farið út í að lýsa þeim rannsóknastofuað- ferðum, sem til mála koma við þessa vinnu. Tvær tegundir að- ferða koma til greina: Annars vegar leit að veirunni sjálfri. Sú leit er oft kostnaðarsöm, tíma- frelc og seinleg. Hins vegar má og rekja slóð veirunnar í líkam- anum með því að leita eftir á að mótefni, sem lnin hefur myndað í blóði sjúklingsins. Ilvor aðferðin um sig liefur ýmsa kosti og þeim er heitt jafnhliða eða til skiptis eftir því sem við á. Serologisku prófin eru handhæg og gefa oft ágætar upplýsingar. Auk þess eru þau hættulaus þeim sem framkvæm- ir þau og þarf því naumast eins vel skólað fólk né jafn vandaða aðstöðu til að hægt sé að sinna þeim. Þó er ógerningur að gera þau svo að gagni komi nema liægt sé að gripa til vírusein- angrunar líka, þegar svo ber undir. Á fundinum í Madrid var tals- vert rætt um nauðsyn þess, að lieilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna eða einhver annar al- þjóðlegur aðili sæi um að fá- anleg væru standard antigen og standardantisera, sem dreift yrði til rannsóknastöðva viða um lönd. Mundi það fyrirkomu- lag spara mikið starf og auk þess gera rannsóknir áreiðan- legri og árangur á mörgum rannsóknastöðvum samhæri- legri. 1 stærri löndum a. m. k. í Bandaríkjunum og Englandi liefur þeirri skipun verið komið á, að víðs vegar eru svæðisrann- sóknastofur, sem annast ein- faldari rannsóknir og geta þær svarað læknum tillölulega fljótl. Síðan eru miðstöðvar eða stærri rannsóknastöðvar, þangað sem smærri rannsóknastöðvar geta skolið erfiðari og flóknari vandamálum. Miðstöðvarnar gegna einnig þýðingarmiklu vísindalegu hlutverki þar sem til þeirra kasta kemur að levsa úr margs konar torveldum vanda, safna að sér óþekktum veirutegundum og draga al- menna lærdóma af þeirri reynslu, sem fæst. Rannsóknastofa Dr. Andrews í London hefur verið slík mið- stöð fyrh- influenzurannsóknir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.