Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.07.1957, Blaðsíða 26
64 LÆKNABLAÐIÐ milli coxsackie veira og þessa meningitis faraldurs. Choriomeningitis lymplio- cytaria hefur ekki fundizt hér á landi, svo vitað sé og úti- lokað, að hann gæti valdið þessum faraldri. Naumast verður komizt nær um orsakir þessa faraldurs frá klinisku og farsóttar-sjónar- miði, en mænuvökvi, saur og hlóð var sent frá flestum sjúkl- inganna að Keldum til veiru- og mótefnaleitar. Heimildarrit: Rliodos og van Rooyen: Textbook of Virology, 1953. Karzon, D. T„ o. fl.: J.A.M.A., Vol. 162, No 14, 1956. J. Sröm, T. Johnsson, o. fl.: Nord. Medicin, No 25, Bd. 55, 1956. H. Levison, Ó. Þórðarson: Act. Med. Scand., 1942. C. R. Scliiött: Ugeskrift for Læger, 118 árg., No 44, 1956. Lancet, No 14, Vol I 1955, bls. 697. — No 22, Vol I 1955, bls. 1105. — No 25, Vol I 1955, bls. 1267. — No 16, Vol II 1956, bls. 701. — No 21, Vol II 1956, bls. 1091. Boð til vísindastarfa í Danmörku Þegar prófessor E. Meulen- gracht frá Kaupmannahöfn gisti ísland síðastliðið sumar, gal hann þess, að hann gæti úl- vegað íslenzkum lækni, sem vinna vildi að vísindastörfum, dvöl á einhverri af lyflæknis- deildum Kaupmannahafnar í 1—2 ár. Þeir, sem kynnu að liafa áhuga á þessu, geta snúið sér til Friðriks Einarssonar læknis, formanns Dansk-ís- lenzka félagsins. Fra líokttum Richard Thors hefur hinn 11. marz 1957 fengið leyfi til þess að mega starfa sem sérfræðingur í handlækningum. Björn Júlíusson var ráðinn að- stoðarlæknir héraðslæknisins í Vestmannaeyjum frá 1. des. 1956 til janúarloka 1957. Brynleifur Steingrímsson var hinn 21. des. 1956 settur til þess að gegna héraðslæknisembættinu í Kirkjubæjarhéraði frá 1. jan. 1957 að telja. Guðjón Klemenzson, læknir í Ytri- Njarðvík, var settur staðgöngumað- ur héraðslæknisins í Keflavíkurhér- aði í veikindaforföllum hans frá 1. apríl 1957. Ólafur Halldórsson, læknir, hefur verið skipaður héraðslæknir í Súða- víkurhéraði frá 1. júlí 1957 að telja. Ása Guðjónsdóttir, cand. med., hefur verið ráðin aðstoðarlæknir héraðslæknisins í Stykkishólmi um þriggja mánaða tíma frá 15. marz 1957. Á nýjársdag 1957 sæmdi forseti íslands próf. dr. med. Snorra Hall- grímsson riddarakrossi fyrir læknis- störf. (Heimild: Lögbirtingabl.). FÉI.AGSPRFNTSMIBJAN H.F.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.