Bændablaðið - 04.07.2013, Qupperneq 4

Bændablaðið - 04.07.2013, Qupperneq 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 20134 Fréttir Fólk er hrifið af hundasúrum með hamborgurunum Með nýju íslensku snjallsíma- forriti geta íslenskir neytendur nú fengið ábendingar um tilboðsverð á lambakjöti og uppástungur um uppskriftir sem henta fyrir kjötið. Fyrst um sinn verður þessi snjalla lausn í samstarfi við verslanir Krónunnar en gert er ráð fyrir að fleiri verslanir muni bætast í hópinn áður en langt um líður. Hægt er að sækja appið fyrir Android-síma í Google Play Store og í App Store fyrir eigendur iPhone- síma. Þeir sem ekki nota snjallsíma geta skráð sig á vefnum lambakjot. is og fengið þar sömu tilboð og uppskriftir og í snjallsímaforritinu. Notandinn fær þá SMS eða prentar út tilboðsmiða með strikamerki sem hann tekur með sér í verslun. Þeir sem sækja appið mega eiga von á því að fá ábendingar um tilboð í Krónunni í viku hverri. Íslenskt lambakjöt ratar oft á grillið yfir sumartímann en með nýja forritinu geta lambelskir sælkerar tileinkað sér ýmsar nýjar og spennandi uppskriftir og aðferðir við matreiðsluna. Á vefnum lambakjot.is eru nú fyrirliggjandi mörg hundruð uppskriftir að ljúffengum réttum sem ættu að geta aukið fjölbreytnina í eldhúsum landsmanna. Mikið um að vera á Dýrafjarðardögum 5.-7. júlí: Bændadagur haldinn í gamla Kaupfélaginu Á Dýrafjarðardögum um næstu helgi, laugardaginn 6. júlí, verða bændur með Bændadag milli kl. 13 og 17 í Gamla kaupfélaginu á Þingeyri (Gramsverslun). Þar munu bændur í héraði kynna starfsemi sína, meðal annars fulltrúar sauðfjárbænda, kúabænda, æðarbænda, skógarbænda, ferða- þjónustu bænda, heimavinnslu og fleiri. Einhver landbúnaðartæki verða til sýnis og nokkrir heimalningar. Sérhannaður grillvagn frá Landssamtökum sauðfjárbænda verður á staðnum og verður hátíðar- gestum boðið upp á smakk af grilluðu lambakjöti. Skjólskógar ætla svo að bjóða upp á svokallað ketilkaffi. Á kvöldvökunni um kvöldið verða síðan afhent hvatningar verðlaun Búnaðarsambands Vestfjarða. Dagskrá Dýrafjarðardaga er annars mjög viðamikil og hefst hún með morgunverðarhlaðborði á Hótel Sandafelli á morgun, föstudaginn 5. júlí, kl. 10. Dagskrá föstudagsins lýkur með balli í Simbahöllinni. Á laugardeginum er enn viðameiri dagskrá, sem hefst líka kl. 10 að morgni. Aragrúi atriða verður í boði, en kl. 19.00 verður grillveisla og kvöldvaka á Víkingasvæðinu þar sem fjölmargir tónlistarmenn munu troða upp. Dagskrá laugardagsins lýkur svo með stórdansleik í Félagsheimilinu, þar sem hljómsveitin Sólon mun leika fyrir dansi. Á sunnudeginum 7. júlí verður ekkert gefið eftir og þá hefst dagskrá einnig kl. 10.00. Lýkur dagskránni með síðdegistónleikum í Þingeyrarkirkju kl. 17.00, þar sem Ísabella Leifsdóttir syngur létt sönglög og aríur og við undirleik Tuuli Rähni píanóleikara. Nýtt app vísar á tilboð og uppskriftir á lambakjöti Garðyrkjustöðin Laugarland á Flúðum hefur hafið ræktun á hundasúrum inni í gróðurhúsi, sem hafa fengið mjög góðar viðtökur. „Við erum að prófa okkur áfram með þetta og sjáum strax að fólk er hrifið af hundasúrunum okkar, ekki síst með hamborgurum. Það fer virkilega vel saman og allir ættu að prófa það,“ sagði Dóra Mjöll Stefánsdóttir á Laugarlandi. /MHH Dóra Mjöll Stefánsdóttir og bræðurnir Gabríel Logi Magnússon, 12 ára, og Arngrímur Jökull Magnússon, 9 ára, með myndarlegar hundasúrur sem ræktaðar eru í pottum. Mynd / MHH Ekki þarf að hafa mörg orð um gang mála á júníuppboðinu, en það reyndist vera besta uppboð sem haldið hefur verið í heiminum frá upphafi, hvernig sem á það er litið. Reyndar hefur áður verið seldur meiri fjöldi skinna á einu uppboði en fjöldi kaupenda og skinnaverð sló hvoru tveggja heimsmet á þessu uppboði samkvæmt frétt Kopenhagen Fur. Einar E. Einarsson, minkabóndi á Syðra-Skörðugili í Skagafirði og ráðunautur RML í minkarækt, segir að frá Íslandi hafi verið selt á þessu uppboði 51.061 skinn á meðalverðinu 604,1 DKK. Samtals er þá búið að selja frá Íslandi á þessu sölutímabili 136.785 skinn á meðalverðinu 616,6 DKK. „Ástæðan fyrir því að meðalverðið er hærra en meðalverð uppboðsins er fjölbreyttara framboð af stærðar- og gæðaflokkum nú en áður, en annars skilar þetta uppboð hæsta verði sem verið hefur á þessu sölutímabili séu borin saman sambærileg skinn. Um flokkun íslensku fram- leiðslunnar væri hægt að skrifa margt en hún hefur aldrei áður komið svona vel út þegar á heildina er litið. Besta lýsingin á því er að skoða meðalverð þjóðanna. Hér að neðan er listi yfir öll lönd sem selt hafa skinn hjá Kopenhagen Fur á þessu söluári og fjöldi skinna frá hverju þeirra. Í fyrsta sæti er Eistland með tæp 2.000 skinn og meðalverðið 711 DKK.“ Íslemdingar komnir langt fram úr Norðmönnum „Það sem er ánægjulegast við þennan lista er að íslensku skinnin eru komin langt yfir þau norsku og nálgast þau dönsku hratt, en samkvæmt listanum stendur okkur nú meiri ógn af skinnum frá Sviss en Noregi! Við skulum bíða eftir september- uppboðinu áður en við fögnum en vissulega er þetta flott þróun.“ Skinnin stækka og batna „Sé íslenska framleiðslan skoðuð nánar sést að fjöldi eykst verulega í stutthærðu (bæði V1 og V2) en einnig eru skinnin bæði að stækka og feldgæði að aukast. Ljóst má þó vera af lista yfir árangur bænda (þessi listi er ekki birtur hér) að margir geta gert betur. Ég skora því á alla sem seldu skinn að fara inn í Farmcokpit-kerfið og inn á sitt svæði. Fara þar í „Skind“ og velja síðan „statistikker/solgt“. Velja síðan vinstra megin á skjánum „Salgsstatistikk“. Þar er hægt með einföldum hætti að bera sýna framleiðslu saman við hvaða þjóð sem er og hvaða fóðurstöðvarsvæði sem er. Það er of langt mál að skýra þetta allt út hér en endilega prófið og hringið ef þið ekki finnið út úr þessu. Einnig er fljótlegt að kenna ykkur í gegnum síma hvernig þetta virkar ef þið eruð með tölvuna fyrir framan ykkur. Með því að skoða þetta vandlega má greina eigin framleiðslu og sjá út hvar sterkar og veikar hliðar eru samanborið við aðra. Að gera sér vel grein fyrir stöðunni er grunnurinn að ennþá betra verði sem afleiðingu af ennþá betri flokkun skinna. Þar með verða allir ennþá betur undir það búnir að verð lækki þegar að því kemur en eins og áður munu þá lélegri skinnin lækka meira en þau betri. Samkvæmt útreikningum Kopenhagen Fur hefur ekki áður verið borgað meir fyrir gæði skinna en nú,“ segir Einar. „Sé árangur einstakra litategunda skoðaður er Palomino að gefa hæsta verðið en síðan kemur Perla og svo Hvíti liturinn. Í efstu sætunum koma líka fyrir ýmsar Cross-tegundir en þær eru í svo litlu magni frá Íslandi að ég get varla ennþá talið þær með. Það má því segja að bændur hafi nú margar og gildar ástæður til að vanda fráfærur svo hirðingin næstu mánuði verði léttari og skili um leið betri framleiðslu, en gott skipulag á uppröðun hefur áhrif á útkomuna í haust. Loks vona ég að öllum gangi vel að flytja út hvolpa.“ /HKr. Skinnauppboð í Danmörku í júní var það besta sem sem haldið hefur verið: Íslenskir minkabændur hafa selt nærri 137 þúsund skinn á þessu ári á toppverði Starfsfólk Bændasamtakanna í skoðunarferð í Urðarketti ehf., minkabúi Einars E. Einarssonar og fjölskyldu á Mynd /HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.