Bændablaðið - 04.07.2013, Síða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. juli 2013 7
Bændur í Grýtubakka í Höfða-
hverfi, þau Þórarinn Ingi Pétursson
og Hólmfríður Björnsdóttir, hafa
tvær síðastliðnar helgar rekið fé
sitt í afrétt í Fjörður, sem er þekkt
snjóakista en þar er líka afbragðs
sumarbeit. Enn var mikill snjór á
Leirdalsheiði en reksturinn gekk
þó vel fyrir sig.
Fínasta beit í Fjörðum
Þórarinn Ingi segir að farið hafi verið
með rúmlega 400 kindur í hvorum
rekstri, nú um liðna helgi og helgina
þar á undan. „Þetta gekk ágætlega og
frá okkur er þá farið allt það fé sem fer
á afrétt í sumar,“ segir hann. Fínasta
beit sé í Fjörðum en vissulega hafi
Leirdalsheiðin verið erfið yfirferðar,
þar er enn gríðarmikill snjór sem og
í öllum dölum á leiðinni.
Sjálfur hefur Þórarinn stundað
búskap í Höfðahverfi tuttugu ár og
man ekki eftir svo miklum snjó á
þessum árstíma í sinni tíð. Elstu
menn muni þó annað eins, og nefndi
hann að álíka mikill snjór hefði verið
á heiðinni árin 1974 og 1949 eftir því
sem áðurnefndir elstu menn hefðu
haft á orði.
Færið ekkert sérstakt
Hann segir að menn hafi verið heldur
lengur á leiðinni en vant er, jeppi var
notaður sem undanfari og gerði slóð
fyrir féð og þá voru leiðangursmenn
á hestum. „Færið var ekki neitt
sérstakt, frekar blautt,“ segir hann.
Leiðin yfir Leirdalsheiðina þar til
komið er niður á auða jörð í námunda
við Illagil er um 15 kílómetrar. /MÞÞ
ins og þjóð þekkir, þá
er 14. maí lögboðinn
fánadagur, enda
afmælisdagur Ólafs
Ragnars forseta. En fleiri fagna
afmælum þennan dag og þeirra á
meðal Jóhannes Sigfússon bóndi
á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. Arfar
Jóhannesar boðuðu til vinafundar
honum til heiðurs nokkru eftir
afmælisdaginn, enda bar hann upp á
háannir sauðburðar. Til fagnaðarins
buðu börn Jóhannesar nokkrum
valinkunnum hagyrðingum undir
stjórn Birgis Sveinbjörnssonar,
þeim Birni Ingólfssyni fyrrv.
skólastjóra á Grenivík, Ágústi
Marinó Ágústssyni bónda á
Sauðanesi, Hjálmari Freysteinssyni
lækni á Akureyri, Pétri Péturssyni
lækni á Akureyri og Friðriki
Steingrímssyni fyrrum baðverði í
Mývatnssveit. Ennfremur sat bróðir
Jóa, Steingrímur fyrrum ráðherra,
skáldabekkinn. Fagurlega fögnuðu
þeir afmælisbarninu, þó hver með
sínum hætti. Pétur Pétursson hóf
þannig ávarp:
Sannur ert í söng og máli,
svalar þörf í ljóðabrunni.
Skröltu á fótum styrktum stáli
með stefnu byggða á traustum
grunni.
Eins og sveigt er að í vísunni
slasaðist afmælisbarnið alvarlega á
hestbaki fyrr á þessu ári. Til allrar
blessunar er Jóhannes þó orðinn
vel veislufær. Pétur gefur honum
læknisvottorð:
Þó yfir færist aldurinn
allt í haginn gengur,
en hjá þér Fjóla fjörtök stinn
finnur ekki lengur.
Björn Ingólfsson gladdist með
Jóhannesi sextugum:
Ætti að verða sem allir sjá,
ef allt á að fara að settum reglum,
forseti eftir þrjú ár; þá
þarf ekki að breyta fánadögum.
Ágúst Marínó á Sauðanesi var
næstur til:
Sextíuára hylli ég hann,
höfðingjann inni í firði,
sem lim hefur bólginn og brothættan
og böll sem er einskis virði.
Hjálmar Freysteinsson fagnar
afmælisbarninu innilega:
Megi framtíð færa þér,
fremur en glys og dekur,
það sem virði einhvers er
og ekta gleði vekur.
Holl eru ráðin sem Friðrik
Steingrímsson gefur Jóa:
Ég óska þér vinur alls hins besta,
og ekkert þig fái meitt,
en framvegis skaltu forðast hesta
og flest sem þú telur reitt.
Steingrímur flutti bróðurlega
kveðju:
Stóri bróðir götu greitt
gengur vonum búna,
og þó við bætist eitt og eitt
ár – við sjáum núna,
að á hann bítur ekki neitt
með eina löpp þó snúna;
á því hef ég óbilandi trúna.
Birgir stjórnandi varpaði til
hagyrðinganna, hvurnig þeir sæju
framtíð Jóhannesar. Steingrímur
svaraði:
Endist drelli dugurinn
dags á svelli tíða,
og haldi velli hugurinn;
hann mun ellin prýða.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggd1@gmail.com
Líf og starf
MÆLT AF
MUNNI FRAM
E
Fé rekið á afrétt í Fjörður yfir snjóþunga Leirdalsheiði
Grýtubakkaféð rekið yfir snjó breiðuna
á Leirdalsheiði og í sumar beit í
Fjörður. Myndir / Hólmfríður Björnsdóttir
Það er greinilega bráðnauðsynlegt að hafa farsíma
þegar það þarf að láta draga mann upp úr glompu.Á Tindum blasti við grænt og safaríkt grasið.
Í fjarska sást í auða jörð.