Bændablaðið - 04.07.2013, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 4. júlí 20138
Fréttir
Föstudaginn 21. júní stöðvaði
Matvælastofnun (MAST) dreifingu
afurða og dýra frá Brúarreykjum
ehf. Bannið tók gildi þann sama dag
og tekur til mjólkur, sláturgripa
og lifandi gripa. Er þetta í annað
sinn á sjö mánuðum sem búið er
svipt framleiðsluleyfi.
Hætta á lyfjaleifum í afurðunum
Sigurborg Daðadóttir yfir dýralæknir
segir að MAST hafi komist á
snoðir um að sýklalyf hefðu
komist í hendur Bjarna Bærings,
bónda á Brúarreykjum, án þess
að héraðsdýralæknir hefði skrifað
lyfseðil fyrir þeim. „Við höfum
grun um að Bjarni hafi keypt lyf
ólöglega, án þess að þau hafi verið
skráð. Við gripum til þess að stöðva
dreifingu á afurðum frá búinu á
forsendum matvælaöryggis. Eitthvað
af lyfjunum fannst á bænum en það
vantar heilmikið miðað við þær
upplýsingar sem við höfum. Það sem
fannst var gert upptækt. Þar sem við
mátum að hætta væri á að lyfjaleifar
væru í afurðum frá Brúarreykjum, en
það er samkvæmt lögum óheimilt, þá
gripum við til þessa úrræðis.
Það er svo hins vegar Lyfja-
stofnunar að rannsaka það mál
frekar, enda er eftirlit með sölu lyfja
á hennar ábyrgð.“
Annað framleiðslubannið
á sjö mánuðum
Mjólkursamsalan (MS) hefur
tekið við mjólk frá Brúarreykjum í
samræmi við endurnýjað starfsleyfi
sem MAST veitti býlinu í janúar á
þessu ári eftir að gerðar höfðu verið
endurbætur á rekstrinum í kjölfar þess
að MAST afturkallaði það í byrjun
desember 2012. Það bann var sett
vegna brota á reglum um hollustu-
hætti við framleiðslu mjólkur og
sláturgripa. Fundið var að hreinlæti
við handþvottaaðstöðu, mjaltaþjónn
var skítugur, for var um allt fjós og
upp um alla veggi og gripir skítugir.
Þá var þrifum á mjólkurtanki mjög
ábótavant, auk þess sem of margir
gripir voru í fjósinu.
Allri mjólk verið fargað
Einar Sigurðsson, forstjóri
Mjólkursamsölunnar (MS) og
Auðhumlu, segir að þrátt fyrir að MS
hafi tekið við mjólkinni frá búinu hafi
hún ekki farið inn í framleiðslukerfi
MS.
„Það hefur engin mjólk frá
lögbýlinu á Brúarreykjum verið
tekin til vinnslu eða sölu hjá
Mjólkursamsölunni frá því 2.
desember á síðasta ári. Þá var
búið að svipta Brúarreyki leyfi til
starfseminnar. Við sóttum enga
mjólk þangað eftir að leyfið var
afnumið fyrr en í janúar 2013 þegar
búið fékk framleiðsluleyfi á ný.
MS tók strax þá afstöðu að nýta
ekki mjólkina til vinnslu og sölu.
Við vorum þó settir í þá stöðu að
við yrðum að kaupa mjólkina vegna
stöðu okkar á markaði, en við höfum
fargað allri mjólk frá þessu búi með
staðfestum hætti allar götur síðan,“
sagði Einar.
Ekki er ljóst hvort einhverjum
gripum frá búinu hefur verið slátrað
nýverið, en bann MAST nær einnig
til kjötafurða sem og sölu lífdýra.
/HKr. /smh
MAST stöðvar á ný dreifingu allra
afurða frá Brúarreykjabúinu
Dýragarðurinn Slakki í Laugarási
í Bláskógabyggð fagnar 20 ára
afmæli sínu í sumar. Það voru
Helgi Sveinbjörnsson og fjölskylda
sem stofnuðu garðinn á sínum
tíma og sjá enn um reksturinn.
Í garðinum eru um 50 tegundir af
dýrum, púttvöllur, veitingasala og
góð leikaðstaða fyrir börn svo eitt-
hvað sé nefnt. Aðsókn að garðinum
hefur verið mjög góð það sem af er
sumri en það er þó alltaf mest að
gera um verslunarmannahelgina, þá
eru að koma um tvö þúsund manns í
garðinn. Börn og tengdabörn Helga
eru meira og minna tekin við rekstri
garðsins.
/MHH
Dýragarðurinn Slakki
í Laugárási 20 ára
Íslensk lífrænt vottuð landnámshænsn Íslenski landnámshænsnastofninn er merkilegur hænsnastofn, enda talinn einn
sá elsti í heiminum. Á Sólheimum í Grímsnesi voru lífrænt vottaðar landnámshænur á vappi þegar ljósmyndara bar þar að
garði á dögunum. Þorvaldur Kjartansson, umsjónarmaður útisvæðanna á Sólheimum, segir að nú séu um 70 varphænur á
staðnum og fjórir hanar. Hænsnabúið var lífrænt vottað árið 2000 og er hið eina á Íslandi sem hefur slíka vottun og eggin
þau einu með slíka vottun sem reglulega eru seld á markaði. Um 40 egg koma frá búinu daglega og þau sem ekki eru nýtt
til matargerðar í þorpinu sjálfu eru seld í versluninni Völu á Sólheimum og stöku sinnum í Frú Laugu í Reykjavík. Að sögn
Þorvaldar er lífrænt vottað bygg frá Vallanesi uppistaðan í fóðri hænsnanna. Mynd / smh
Silfurtún á Flúðum:
10 tonn af íslenskum jarðarberjum
Eiríkur Ágústsson og fjölskylda í
Silfurtúni á Flúðum reikna með
að senda frá sér um 10 tonn af
nýjum íslenskum jarðarberjum á
markað í sumar. Þau rækta berin
í nokkrum gróðurhúsum á fjögur
þúsund fermetrum.
„Uppskeran lofar mjög góðu,
berin eru stór og falleg, svo ekki sé
minnst á bragðið. Veðráttan hefur
verið ræktuninni hagstæð það sem
af er sumri, milt og gott veður, ekki
of mikil sól, það skiptir máli,“ sagði
Eiríkur. Hann er með tólf starfsmenn
í vinnu en það þarf að handtína hvert
einasta jarðarber í stöðinni, flokka
þau og setja í öskjur. /MHH
Eiríkur Ágústsson í einu af gróðurhúsunum þar sem allt er fullt af fallegum
íslenskum jarðarberjum. Myndir / MHH
Tengdadóttirin í Silfurtúni, Svava
öskjurnar áður en þær fara í sölu.
Fólk er velkomið heim að Silfurtúni
að kaupa jarðarber.
Eiríkur nær tveimur uppskerum af
Egill Óli Helgason með tvo Aragauka í Slakka, sem vekja alltaf jafn mikla
þeim og spjalla við þá. Myndir / MHH
Mjög gaman er að koma í Slakka og
þar er tekið vel á móti gestum.